Hugur - 01.01.2015, Page 77

Hugur - 01.01.2015, Page 77
 Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum 77 jafnframt í hagnýtum tengslum við sig sjálft sem mótast í líkamlegum, venju- bundnum og sálrænum atferlum og afstöðum. Þess vegna er það skapandi sjálf. Forngrískir heimspekingar þjálfuðu heimspekilega hugsun sem tiltekna iðju. Við höfum nú aðgang að aðferðum eins og þeim sem Gendlin hefur þróað til að ástunda slíka iðju. Reynsla eða þekking sem er vistuð í líkamanum er ekki tjáð með nýju tungumáli. Innri reynsla verður meðvituð þegar hún hefur fund- ið tungumál sem einstaklingurinn skilur. Að skilja eða loks fatta eitthvað getur merkt að tjá eitthvað nýtt með gömlum orðum. Tungumál er innifalið (e. implicit) í líkama vegna þess að tengsl við innra ástand líkamans gerir okkur fær um nýja framsetningu eða orðfæri. Innri reynsla er þess vegna uppspretta skapandi með- ferðar tungumálsins. Héðan „fáum“ við hugmyndir, hér kemur andinn yfir okkur eins og sagt er, héðan kemur innblásturinn. Þetta er sú hugsun sem er okkar eigin, einstaklingurinn er tengdur sjálfum sér hér. Um leið er tjáning slíkrar hugsunar eitthvað sem allir skilja vegna þess að við erum yfirleitt næm á hvort fólk er gervi- legt í tjáningu eða ekki, líkt og við getum verið næm á falska tóna í tónlist. Sjálfið er hér ekki eitthvað fastgefið, heldur ævinlega skilið sem ferli, og hugsun okkar er samkvæmt því ævinlega líka afsprengi ferlis sem sjálfið er sem samspil ytri og innri aðstæðna. Með því að fara inn á við, að finna það sem liggur fyrir og fer á undan tilfinningum og hugsunum, styrkist heimspekilegt innsæi. Sem heimspekileg að- ferð felst þetta í því að „sannreyna“ á sjálfri sér hugtök og orð. Það er t.d. auðvelt að finna út muninn á hugtökum eins og vorkunn og samlíðan (e. sympathy og empathy) með því að láta þau enduróma innra með sér. Heimspeki í líkamanum, sem Nietzsche, Irigaray og Gendlin lýsa í textum sínum, er ekki einungis hugsun sem á sér rætur í for-orðræðu reynslu eða kenndum (e. prediscursive). Sem hin mikla skynsemi líkamans er líkamleg hugsun einnig staðsett í útvíkkuðum skiln- ingi á líkama sem tengslaveru og jarðneskri veru. Þetta er skapandi hugsun sem lýkur uppi innri alheimi og virkjar breytileika okkar. Þetta er í senn sú hugsun sem er einstaklingsbundnust og almennust og ég leyfi mér að fullyrða að öll skap- andi hugsun í heimspeki er af þessum toga, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Rannsóknaniðurstöður taugalíffræði, eins og t.d. niðurstöður Antonios Damasio, staðfesta að líkaminn er hús hugsunarinnar að því leyti sem hugsun á sér ekki stað án tilfinninga.35 Tilfinningar eru afurð líkamlegs mats á aðstæðum sem er ekki meðvitað. Það verður æ ljósara að upplýsingum sem er miðlað gegnum líffæri eiga stærri þátt í þessu ferli en talið hefur verið hingað til. Taugalíffræðin sannreynir æ betur að sú þekking, sem okkur verður ljós þegar við leitum inn á við með aðferðum „focusing“, tengist líkamanum – og ekki bara heilanum. Í „focusing“ er gengið út frá því að þýðing aðstæðna sé fyrst merkjanleg í líkamanum og verði síðan hugrænt aðgengileg í brotum. Flókið net efnaskipta, hormóna og taugaboða í líkamlegum viðbrögðum skapar á sérhverju augnabliki lífs okkar kenndir sem búa að baki tilfinningum og hugsunum. „Focusing“ miðar að því að tengjast þessu merkingarsviði með því að finna fyrir því sem á ensku kallast „felt sense“.36 Við búum öll yfir einhvers konar skynjuðum skilningi á hugtökum og hugmyndum 35 Damasio, 2008. 36 Sjá frekar um þessa aðferð Eugenes T. Gendlin. 2007. Focusing. New York: Bantam Books; Hugur 2015-5.indd 77 5/10/2016 6:45:14 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.