Hugur - 01.01.2015, Side 78

Hugur - 01.01.2015, Side 78
78 Sigríður Þorgeirsdóttir sem brjótast um í okkur. Gendlin er skólaður í fyrirbærafræði sem vísindalegri aðferð sem felst m.a. í því að tæma hugann af hversdagslegum og vísindalegum dómum um hugtök og fyrirbæri til þess að geta nálgast þau á ferskan hátt. Við höfum í heimspeki að einhverju leyti tapað heild hugsunar, tilfinninga og athafna. Við þurfum að tengjast raunverulegri reynslu okkar og ekki einungis yrðingum á reynslu. Hugtök, jafnvel hin sértækustu hugtök, þurfa einnig að finna sér hljómgrunn í sjálfum okkur. Þau verða okkur þannig raunverulegri og auðugri. Kynið sjálft er orsakaþáttur í líkamlegri hugsun vegna þess að það er ógerlegt að hugsa án þess að vera í kyni, hvers kyns sem það nú er. Og líkast til hefur kynið jafn margbreytilegar myndir og við erum mörg. Kyn hefur þannig áhrif á hvernig við skynjum veruleikann og hendum reiður á honum fyrir tilstilli tungumálsins. Irigaray hefur stundað málvísindalegar rannsóknir á blönduðum hópum, á ólík- um aldri, af mismunandi menningaruppruna og með ólíkan samfélagslegan bak- grunn. Niðurstöður þeirra rannsókna benda til þess að það má merkja kynjamun í málnotkun.37 Það er kynsjálfsmyndin sem miðlar milli náttúru og menningar og tengir okkur við náttúrulegar forsendur okkar. Það er með ólíkindum hvað við erum enn oft ónæm á hve mannskilningur heimspekihefðarinnar er karlleg- ur. Þetta verður kona vör við þegar hún situr undir heimspekifyrirlestrum þar sem dæmin sem tekin eru koma flest úr heimi karla, hvort sem það er vísun í fótboltalið eða lakkið sem var rispað á nýja bílnum. Að dæmi sem þessi séu jafn algeng og raun ber vitni bendir til einsleitni eða hóphugsunar í greininni, sem líkamleg hugsun af þeim toga sem hér hefur verið kynnt gæti unnið bug á vegna þess að hún styrkir einstaklinga í sjálfstæðri hugsun. Viss stig veruleika þess sem við skynjum hafa hugsanlega ekkert með kyn að gera. Engu að síður er kynið mikilvæg uppistaða í hugsun okkar. Sem kyn búum við yfir ólíkum styrk, sem birtist oft í mismunandi áhuga, sem útilokar ekki skaranir. Að fílósófera sem kona, verandi kona, felur ekki í sér uppskrift að því hvernig eigi að hugsa. Leah Dawson sem talar um að konur finni sig á brimbrettum setur ekki reglur um hvernig konur eigi að sörfa. Miklu fremur bendir hún á þá staðreynd að þær séu að skapa sér stíl og áherslur sem henti þeim, leyfi þeim að njóta sín. Eitt sinn er ég fjallaði um þetta í heimspekifyrirlestri spurði karlheimspekingur mig hvort ég vildi að karlar og konur skiptu liði í heimspeki og fílósóferuðu sitt í hvoru lagi sem kyn. Það er hægt að gera það í keppnum í brimbrettaíþróttinni. Heimspekin er sammannleg iðja sem þrífst og dafnar á fjölbreytileika sjónarhorna. Það vantar í hana meiri kvenlega visku. Heimildir Beauvoir, Simone de. 1949/2010. The Second Sex. New York: Knopf. Butler, Judith. 1990. Gender Trouble. Feminism and the Subversion of Identity. New York/London: Routledge. Eugene T. Gendlin. 2004. „Introduction to ‘Thinking at the Edge’”, aðgengilegt hér: http://www. focusing.org/gendlin/gol_all_index.asp 37 Irigaray, 2007. Hugur 2015-5.indd 78 5/10/2016 6:45:14 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.