Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 84

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 84
84 Mikael M. Karlsson lega, tökum við ekki eftir því að það er ekki fyrir skynjunina eina, heldur fyrir skynsemina sem beitt er á skynræn áreiti, að við öðlumst hugmyndina um efni sem hefur rúmtak. Af því leiðir að við ofmetum mátt skynjunarinnar og skipum ranglega stærð, lögun og hreyfingu í flokk með hita, kulda, lit, áferð og þvíumlíku, sem skynjunum þessarar einu sálargáfu; við greinum þess vegna engan eðlismun milli eiginleika hinna fyrri og hinna síðari. Við lítum svo á að eiginleikar beggja séu jafn eðlislægir hinu útþanda efni. Þar af leiðandi virðast okkur hinar fjörmiklu hugmyndir – sem við virðumst fá fyrir tilstilli skynjunarinnar – er við myndum okkur um efnislega hluti (þ.e. hluti sem hafa bæði rúmtak, lögun og þvíumlíkt og lit, áferð og þvíumlíkt) ekki aðeins mjög tærar, heldur einnig hreinar (inni- halda ekkert utanaðkomandi eða óþarft). En í raun og veru eru þessar hugmyndir mengaðar, þar sem litur, áferð og þvíumlíkt eru ekki í raun og veru eiginleikar hins útþanda efnis. Nú er okkur eðlislægt að fallast á eða treysta hugmyndum að því leyti sem þær virðast tærar og hreinar. Og að fallast á „skynrænar“ hugmyndir okkar um efnislega hluti (sem virðast vera alveg tærar og hreinar) jafngildir því að dæma á þann veg að til séu hlutir handan hugsunar okkar sem orsaka þessar hugmynd- ir og líkjast þeim nákvæmlega. Þetta stafar af því að „stærð, lögun, hreyfing og þvíumlíkt“, sem er blandað saman við slíkar fjörmiklar hugmyndir um líkamlega hluti, birtast „sem hlutir eða hættir hluta sem eru til eða gætu a.m.k. verið til utan hugsunarinnar“ (Lögmál I, 71: HR I:250); og eðlið „kennir“ eða veldur í okkur tilhneigingu til að trúa því að hvaðeina sem birtist með þeim hætti sé í raun og veru leitt af hlutum utan okkar sjálfra. Og þar sem við hugsum okkur stærð, lögun og hreyfingu sem einkenni efn- islegra hluta – líkama – kennir eðlið okkur að til séu hlutir handan hugsunarinnar sem orsaka hinar – að því er virðist – skýru og greinilegu hugmyndir okkar um líkama. Ennfremur, eins og Descartes segir um eigin reynslu: „hafði ég ekkert hugboð um þessa hluti annars staðar að en frá hugmyndum. Því gat ekki farið hjá því að ég teldi þá líkjast hugmyndunum.“ (Hugleiðingar, HF, 205–206; HR I:188) Að auki sjáum við að hinar fjörmiklu hugmyndir sem koma upp í huga okkar fyrir tilstyrk „skynjunarinnar“ lúta ekki vilja okkar og þetta styrkir okkur í þeirri sannfæringu að þessar hugmyndir stafi af hlutum, öðrum en okkur sjálfum. Bernskuhugur okkar hugsar sér því „skynjunina“ ekki aðeins sem sálargáfu hugsunarinnar heldur sem þá sálargáfu sem ljær okkur, án atbeina neinnar annarrar sálargáfu, hugmyndir sem krefjast fyllsta trausts okkar – í einu orði sagt þekkingar. Ennfremur er þessi þekking augljóslega þekking á hlutum – einkum líkamlegum hlutum – sem eru til handan hugsunar okkar. Skyldi nú barnshugurinn skoða nokkra aðra sálargáfu en „skynjunina“ sem uppsprettu þekkingar? Skynsemina má strax útiloka; því eins og áður kom fram eru athuganir skynseminnar aldrei teknar fyrir það sem þær eru, því að í bernsku koma þær aðeins fyrir í tengslum við skynáreiti sem krefjast allrar athygli, enda er að orðin tær og hreinn eru notuð hér á kerfisbundinn hátt til að þýða íðorðin clarus og distinctus hjá Descartes. Hugmynd eða skynjun sem er ekki tær er óljós eða gruggug og hugmynd eða skynjun sem er ekki hrein er óhrein eða menguð í þessari þýðingu.] Hugur 2015-5.indd 84 5/10/2016 6:45:16 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.