Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 84
84 Mikael M. Karlsson
lega, tökum við ekki eftir því að það er ekki fyrir skynjunina eina, heldur fyrir
skynsemina sem beitt er á skynræn áreiti, að við öðlumst hugmyndina um efni
sem hefur rúmtak. Af því leiðir að við ofmetum mátt skynjunarinnar og skipum
ranglega stærð, lögun og hreyfingu í flokk með hita, kulda, lit, áferð og þvíumlíku,
sem skynjunum þessarar einu sálargáfu; við greinum þess vegna engan eðlismun
milli eiginleika hinna fyrri og hinna síðari. Við lítum svo á að eiginleikar beggja
séu jafn eðlislægir hinu útþanda efni. Þar af leiðandi virðast okkur hinar fjörmiklu
hugmyndir – sem við virðumst fá fyrir tilstilli skynjunarinnar – er við myndum
okkur um efnislega hluti (þ.e. hluti sem hafa bæði rúmtak, lögun og þvíumlíkt
og lit, áferð og þvíumlíkt) ekki aðeins mjög tærar, heldur einnig hreinar (inni-
halda ekkert utanaðkomandi eða óþarft). En í raun og veru eru þessar hugmyndir
mengaðar, þar sem litur, áferð og þvíumlíkt eru ekki í raun og veru eiginleikar
hins útþanda efnis.
Nú er okkur eðlislægt að fallast á eða treysta hugmyndum að því leyti sem
þær virðast tærar og hreinar. Og að fallast á „skynrænar“ hugmyndir okkar um
efnislega hluti (sem virðast vera alveg tærar og hreinar) jafngildir því að dæma á
þann veg að til séu hlutir handan hugsunar okkar sem orsaka þessar hugmynd-
ir og líkjast þeim nákvæmlega. Þetta stafar af því að „stærð, lögun, hreyfing og
þvíumlíkt“, sem er blandað saman við slíkar fjörmiklar hugmyndir um líkamlega
hluti, birtast „sem hlutir eða hættir hluta sem eru til eða gætu a.m.k. verið til utan
hugsunarinnar“ (Lögmál I, 71: HR I:250); og eðlið „kennir“ eða veldur í okkur
tilhneigingu til að trúa því að hvaðeina sem birtist með þeim hætti sé í raun og
veru leitt af hlutum utan okkar sjálfra.
Og þar sem við hugsum okkur stærð, lögun og hreyfingu sem einkenni efn-
islegra hluta – líkama – kennir eðlið okkur að til séu hlutir handan hugsunarinnar
sem orsaka hinar – að því er virðist – skýru og greinilegu hugmyndir okkar um
líkama. Ennfremur, eins og Descartes segir um eigin reynslu: „hafði ég ekkert
hugboð um þessa hluti annars staðar að en frá hugmyndum. Því gat ekki farið hjá
því að ég teldi þá líkjast hugmyndunum.“ (Hugleiðingar, HF, 205–206; HR I:188)
Að auki sjáum við að hinar fjörmiklu hugmyndir sem koma upp í huga okkar
fyrir tilstyrk „skynjunarinnar“ lúta ekki vilja okkar og þetta styrkir okkur í þeirri
sannfæringu að þessar hugmyndir stafi af hlutum, öðrum en okkur sjálfum.
Bernskuhugur okkar hugsar sér því „skynjunina“ ekki aðeins sem sálargáfu
hugsunarinnar heldur sem þá sálargáfu sem ljær okkur, án atbeina neinnar
annarrar sálargáfu, hugmyndir sem krefjast fyllsta trausts okkar – í einu orði sagt
þekkingar. Ennfremur er þessi þekking augljóslega þekking á hlutum – einkum
líkamlegum hlutum – sem eru til handan hugsunar okkar.
Skyldi nú barnshugurinn skoða nokkra aðra sálargáfu en „skynjunina“ sem
uppsprettu þekkingar? Skynsemina má strax útiloka; því eins og áður kom fram
eru athuganir skynseminnar aldrei teknar fyrir það sem þær eru, því að í bernsku
koma þær aðeins fyrir í tengslum við skynáreiti sem krefjast allrar athygli, enda er
að orðin tær og hreinn eru notuð hér á kerfisbundinn hátt til að þýða íðorðin clarus og distinctus
hjá Descartes. Hugmynd eða skynjun sem er ekki tær er óljós eða gruggug og hugmynd eða
skynjun sem er ekki hrein er óhrein eða menguð í þessari þýðingu.]
Hugur 2015-5.indd 84 5/10/2016 6:45:16 AM