Hugur - 01.01.2015, Síða 88

Hugur - 01.01.2015, Síða 88
88 Mikael M. Karlsson Skynsemin, sem er hin sálargáfan sem fangi fordómanna reiðir sig á, myndi efalaust leiða hann til sannleikans ef hann gæti aðeins beitt henni óspilltri og af fullum krafti. En óspillt skynsemi, segir Descartes, fæst aðeins við hluti sem verða skildir hreinum skilningi – ekki við líkamlega hluti. Hugmyndir sem eru í hæsta máta tærar og hreinar og láta okkur í té raunverulega þekkingu, er aðeins hægt að hafa um hreina skiljanlega hluti. En fordómarnir eru einmitt ljónið á veginum til þess að hugsa sér hreina skiljanlega hluti – hreina hugsandi verund, til dæmis; eða Guð, sem fullkomna veru sem ekki er unnt að gera sér neina mynd af; eða jafnvel efni sem hefur rúmtak en er samt óskynjanlegt. Þannig getur maður, sem er fangi fordómanna, ekki beitt óspilltri skynsemi – „Skynseminni“ eins og ég kalla hana stundum hér á eftir – og það er varla að hann geti einu sinni hugsað sér neitt slíkt. Það sem hann kannast við sem skynsemi er hinn spillti hæfileiki sem lýst var í kafla II hér að framan, og ég ætla framvegis að kalla „rökhugsun“ til aðgreiningar. Og á sama hátt og „skynjunin“ getur rökhugsunin ekki komið neinni raunverulega tærri og hreinni hugmynd upp í hugann. Bæði rökhugsun og Skynsemi eru birtingarmyndir skynseminnar,9 sálargáfu sem allir menn búa yfir. En það er tvennt ólíkt að búa yfir sálargáfu og að geta beitt henni rétt, og þangað til maðurinn hefur losnað undan taki fordómanna, bindur vaninn hann við rökhugsunina og hann er sviptur notkun og jafnvel hugmyndinni um Skyn- semi. Hæfileikinn til að beita Skynseminni – „hinu náttúrulega skilningsljósi í sálum vorum“ – er það sem einkennir upplýsingu. Þegar maður getur einu sinni beitt skynsemi sinni óheftri, er ruglingurinn hrakinn á brott og sannarlega tærar og hreinar hugmyndir – hugmyndir um hreina skilningshluti – geta komið upp í hugann. Descartes telur að þá, og aðeins þá, öðlist maður sanna þekkingu. Nú er kartesísk aðferð, eins og Descartes greinir víða frá, ætluð sem tæki til að sigrast á fordómum og öðlast upplýsingu. Mér þykir gagnlegt að kalla aðferðina „endurhæfingu“ vegna þess að með henni er leitast við að breyta þeim sem er fangi fordómanna og aðferðin er ætluð. Og þessi breyting felur miklu meira í sér en að skipta um skoðun – hún er breyting á hæfileikum hans til að beita mætti hugsunar sinnar og einkum þó breyting á ásigkomulagi skynsemi hans: lagfæring og efling þess sem fordómarnir hafa skert og dregið máttinn úr.10 En þetta þýð- ir aftur á móti að það er nauðsynlegt að breyta öflugum hugsunarvenjum; þess vegna má ætla að kartesísk aðferð sé sú tegund aðferðar sem hentar betur til að breyta venjum en skipta um skoðun. Það er til dæmis vonlaust að ætla að kenna manni, sem er fangi fordómanna, sannleikann einfaldlega með því að uppfræða hann eða jafnvel með rökfærslu. Enda þótt „grunnhugmyndir frumspekinnar“, hreinar skilningshugmyndir eins og hugmyndin um hugsandi verund, séu í sjálfu sér eins skiljanlegar og nokkuð getur verið, mun maður, sem er fangi fordómanna, misskilja þær vegna þess að máttur vanans kemur honum til að halda að hann geti ekki gert sér neina hug- 9 Descartes er augljóslega á þessari skoðun vegna þess að rökhugsun og Skynsemi ljá huganum hugmyndir sem virðast ekki koma frá skynjuninni, ímyndunaraflinu eða minninu. Ennfremur eru bæði rökhugsun og Skynsemi, a.m.k. að hluta til, hæfileikar til að draga ályktanir. 10 Því hlýt ég að vera ósammála þeirri athugasemd Frankfurts að „einfeldni“ (lack of sophistication) hins óupplýsta manns lúti að kenningum (Frankfurt, Demons, bls. 5). Hugur 2015-5.indd 88 5/10/2016 6:45:17 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.