Hugur - 01.01.2015, Side 112

Hugur - 01.01.2015, Side 112
112 Atli Harðarson löngun og athöfn. Skynsamleg sjálfstjórn er samkvæmt því sem ég hef sagt í því fólgin að það sem tilgreint er í hverjum þessara ramma ráðist af einhverju sem talið er í römmunum til vinstri. Hún bregst ef þetta samband rofnar. Hér á eftir mun ég rökstyðja að hún geti brugðist á öllum fjórum stöðunum og því sé til ferns konar stjórnleysi. Þessir fjórir flokkar samsvara liðunum fjórum í skilgreiningu minni á skynsamlegri sjálfstjórn. Mig skortir því skynsamlega sjálfstjórn ef eitt, eða fleiri, þessara fjögurra skilyrða er ekki uppfyllt. Munurinn á að vanta sjálfstjórn og að vanta skynsamlega sjálfstjórn er að mað- ur getur haft sjálfstjórn þó annaðhvort vanti á að skilyrði i eða ii sé uppfyllt. Að hægt sé að flokka stjórnleysi með þessum hætti þýðir ekki að allt sem lendir í sama flokki eigi sér sams konar sálfræðilegar eða líffræðilegar skýringar. Raunar er trúlegt að sumir flokkarnir, innihaldi sundurleitt safn vandamála, sum þeirra kunna að flokkast sem sjúkdómar, önnur sem mannlegir veikleikar, heimska, lestir eða skapgerðargallar. Nú er tímabært að líta aftur á dæmi Elsters11 af manninum sem vildi að hann vildi ekki að hann vildi ekki rjómatertu. Ef til vill er mögulegt að túlka það á ýmsa vegu, en ein leið er að skilja það svo að löngun í tertu sé í ósamræmi við ætlun eða áform um að vera grannur sem er í ósamræmi við skilning á að hégómagirni sé löstur fremur en kostur. Ef maðurinn fær sér tertu ræðst athöfn hans af löngun sem ræðst ekki af ætlun svo hann er haldinn stjórnleysi af gerð iii, þ.e. stjórnleysi sem felst í að skilyrði iii sé ekki uppfyllt. Ef hann hins vegar neitar sér um tertu stjórnast athöfn hans ekki af löngun, heldur af ætlun og hann hefur því sjálfstjórn. En þar sem ætlunin er ekki í samræmi við skilning er skilyrði ii ekki uppfyllt og þar með vantar upp á skynsamlega sjálfstjórn. Þar sem manninn vantar sam- stillingu í eigin hug skortir á skynsamlega sjálfstjórn hvort sem athæfi hans er á þennan veg eða hinn. Skynsamleg sjálfstjórn krefst samræmis milli athafna, ætlunar og skilnings. Hún krefst þess hins vegar ekki að langanir séu í samræmi við þetta þrennt. Sá sem er í megrun sýnir til dæmis sjálfstjórn með því að haga sér í samræmi við ásetning sinn þrátt fyrir löngun í sætindi. Heimspekingar sem mér er kunnugt um að hafi fjallað um hvernig skynsamleg sjálfstjórn getur brugðist leggja yfirleitt áherslu á atriði sem svipar til i, ii og iii fremur en iv. Amélie Rorty12 gerir til dæmis grein fyrir stjórnleysi af þessum þrem gerðum. Hún bætir raunar fjórðu gerðinni framan við sem er í því fólgin að nýta aðra tiltæka þekkingu en þekkingu á hvað er siðferðilega rétt að gera, svo sem þekkingu á hvað manni er sjálfum í hag. Ástæða þessa er að umfjöllun hennar snýst ekki síður um siðferðilegan breyskleika en um skort á sjálfstjórn. Að mínu viti er hæpið að telja það stjórnleysi að velja að taka eigin hag fram yfir siðferðilega skyldu. Slíkt er fremur til marks um siðferðilegt skeytingarleysi eða illt innræti en eiginlegan skort á skynsamlegri sjálfstjórn – enda getur sá sem ákveður að taka eigin hag fram yfir það sem skyldan býður mótað skilning sinn á stöðunni út frá bestu fáanlegri þekkingu, myndað ætlun út frá þeim skilningi og breytt í samræmi við hana. 11 Elster, 1989: 37. 12 Rorty, 1980. Hugur 2015-5.indd 112 5/10/2016 6:45:25 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.