Hugur - 01.01.2015, Page 113

Hugur - 01.01.2015, Page 113
 Skynsamleg sjálfstjórn 113 Philip Pettit og Michael Smith13 beina sjónum að atriðum sem svipar til ii og iii og gera grein fyrir því hvernig langanir geta á mismunandi vegu verið í ósam- ræmi við skilning geranda á hvað best er að gera. Annemarie Kalis, Andreas Mojzisch, Sophie Schweizer og Stefan Kaiser14 byggja jöfnum höndum á rannsóknum á sviði heimspeki, sálfræði og líffræði. Þau gera grein fyrir þrem flokkum stjórnleysis sem felast í því að: gera sér ekki grein fyrir möguleikum sínum; velja ekki milli þeirra; breyta ekki í samræmi við val. Fyrsti kosturinn, sem þau segja að sé lítið rannsakaður, samsvarar nokkurn veginn i, en bara nokkurn veginn, því þau beina athyglinni aðeins að hæfni til að átta sig á hvaða möguleika maður hefur en ekki að skilningi á hvernig tiltæk þekking nýtist til að velja milli þeirra. Það sem þau segja um misbresti á að velja milli kosta samsvarar liðum ii og iii og síðasti möguleikinn sem þau ræða samsvarar lið iv. Holton15 gerir grein fyrir stjórnleysi sem felst í því að menn gera annað en þeir ætla sér og rökstyður með sannfærandi hætti að viðleitni til sjálfstjórnar hljóti fyrst og fremst að snúast um að standa við ákvarðanir sínar. Mele16 gerir grein fyrir tvenns konar stjórnleysi sem hann kennir við mat og framkvæmd. (Orðin sem hann notar eru evaluative og executive.) Það fyrrnefnda er í því fólgið að athöfn sé ekki í samræmi við vitneskju um hvað best er að gera. Það síðarnefnda samsvarar nokkurn veginn liðum iii og iv og felst í því að athöfn sé ekki í samræmi við ásetning eða ætlun. Eins og áður er getið skilgreinir Sinnott-Armstrong17 stjórn manns á gerðum sínum í tveim liðum. Sá fyrri tengir skilning (belief ) geranda við þekkingu eða skynsamlegar ástæður (strong overall reason). Sá seinni tengir athöfn við skilning. Hann gerir því sérstaka grein fyrir því sem ég tel í lið i en tekur liði ii, iii og iv saman. Almennt má segja að þessir höfundar lýsi stjórnleysi af tvennu eða þrennu tagi fremur en fjórum gerðum eins og ég reyni að gera. Þetta þýðir þó ekki endilega að um mikinn ágreining sé að ræða. Ef við lítum svo á að sjálfstjórn tengi þekkingu við athöfn er ef til vill hægt að skipta bilinu þar á milli í áfanga eða lotur á nokkra vegu sem ekki þurfa að stangast á, ekki frekar en tvö landakort gera þótt annað hafi hæðarlínur á hundrað metra bili og hitt á fimmtíu. Vel má vera að í einhverju samhengi sé rétt að skipta því sem ég tek saman í einn lið í tvennt og í öðru samhengi sé rétt að taka tvo liði saman í einn. Á milli þessara fjögurra liða sem ég tíunda eru grá svæði og kannski allt eins hægt að tala um samfellt litróf frá þekk- ingu til athafna eins og fjögur afmörkuð bil. Hvað sem því líður held ég að hægt sé að sýna fram á að til séu dæmi um stjórnleysi af öllum þessum fjórum gerðum. Fyrsta gerð: Skilningur ræðst ekki af tiltækri þekkingu Glæpskan er eitt þeirra mörgu goða sem koma fyrir í kviðum Hómers. Um hana segir í nítjánda þætti Ilíonskviðu: „Glæpska, sem alla glepur, elzta dóttir Seifs, er háskasamleg; fætur hennar eru mjúkir, því hún kemur ekki við jörðina, heldur 13 Pettit og Smith, 1993. 14 Kalis, Mojzisch, Schweizer og Kaiser, 2008. 15 Holton, 2009. 16 Mele, 2010. 17 Sinnott-Armstrong, 2013. Hugur 2015-5.indd 113 5/10/2016 6:45:25 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.