Hugur - 01.01.2015, Page 125
„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 125
Gagnrýnin hugsun er kennd víða í samfélaginu; oftar en ekki í beinum tengsl-
um við heimspeki og grein Páls nýtt sem lykilatriði þeirrar kennslu. Í dag er
blessunarlega viðtekið að ræða um gagnrýna hugsun í íslenskri umræðu, hug-
myndin er (ekki lengur) ný af nálinni. Þess vegna tel ég rými til þess að spyrja
nýrra spurninga varðandi gagnrýni, bæði er varðar kennslu hennar og hvernig
hugmyndin um „gagnrýna hugsun“ er nýtt (stundum sem valdatæki) í almennri
umræðu. Ennfremur tel ég mikilvægt að ræða nýjar spurningar sem draga dám af
samtíma okkar og þeim gagnrýnu fræðum sem orðið hafa til síðustu þrjátíu árin.
Ein þeirra spurninga gæti til dæmis verið hin óvænta spurning: Er hægt að
gagnrýna kennda hugsun? Er yfirhöfuð til eitthvað sem heitir kennd hugsun? Ég
held ég leyfi mér að svara þessum spurningum strax með já-um; með því að til-
greina kennda hugsun er áhersla lögð á að hugsunin er ekki sjálfsprottin heldur
alltaf þegar mótuð í gegnum miðlun annarra manneskja.9 Í hug- og félagsvís-
indum er mikið til verið að gera einmitt þetta, það er verið að sýna okkur hvernig
eitthvað, sem okkur þótti áður greypt í stein, er félagslega mótað.
Markmið þessarar greinar er að kynna til leiks svonefnd gagnrýnin fræði (e.
critical theory) í tilraun til þess að víkka út gagnrýna umræðu um „gagnrýna hugs-
un“ sem er hvorki bundin fyrirfram gefnum reglum né jafn beintengd heimspeki
og ætla má. Á grundvelli gagnrýnna fræða vil ég hvetja til þess að umræðan verði
margbreytilegri og fylgi þeirri hreyfingu sem óhjákvæmilega fylgir því að lifa í
samfélagi; meðvitund um sögulega og samfélagslega skilyrðingu sem kemur í veg
fyrir að hægt sé að fastsetja lögmál gagnrýnnar hugsunar.10 Ég mun meðvitað
ekki alltaf gera skýran greinarmun á gagnrýni og gagnrýnni hugsun og jafnvel
ekki gagnrýnni hugsun og gagnrýnum fræðum þar sem megininntak gagnrýni
minnar er að setja spurningarmerki við svo skýra skilgreiningariðju og hvort hún
nái að fanga þá hreyfingu sem gagnrýni hljóti að þurfa að fela í sér þar sem sam-
félagið er í sífelldri verðandi.
Sem málsvara gagnrýnna fræða mun ég beina sjónum að fræðakonunni Judith
Butler og þá sér í lagi grein hennar „What is critique? An essay on Foucault’s
Virtue“11 eftir stutt sögulegt yfirlit yfir gagnrýnin fræði. Ástæður þess að ég af-
marka mig einkum við hana eru tvær. Í fyrsta lagi vegna þess að gagnrýnin fræði
eru bæði víðfeðm og erfitt að tilgreina skýr mörk þeirra. Í öðru lagi vegna þess
að mig langar til þess að eiga í samræðu um málefni samtímans og Butler er
samtímaspekingur sem hefur einnig verið virk í alls kyns pólitískum aktívisma.
Ég mun að lokum kynna gagnrýni á gagnrýnin fræði Butler en hún hefur verið
gagnrýnd fyrir að leggja of mikla áherslu á niðurrif.12
9 Í bókinni Giving an Account of Oneself tekst Butler á við það hvernig hvert sjálf mótast í gegn-
um samband við aðrar manneskjur og hvernig mótun sjálfsins er alltaf þegar hulin móðu vegna
minnisleysis fyrstu æviáranna. Sjá Butler, 2005.
10 Í samræmi við þessa hugmynd eða gagnrýni á skýrt skilgreindar reglur er áhugavert hvernig
gagnrýnin fræði fara handan skýrrar aðgreiningar ólíkra fræðasviða. Jafnvel þótt mikilvægt sé að
vera meðvituð um undirliggjandi heimspekilegar forsendur gagnrýni þá skiptir samhengi hverr-
ar gagnrýni ekki síður máli, sem bendir til þess að gagnvirkt samband heimspeki og annarra
fræðasviða sé vænlegast til vinnings ef við viljum tryggja rými fyrir gagnrýni í samfélagi.
11 Butler, 2002.
12 Butler hefur, eins og flestir víðlesnir fræðahöfundar, verið gagnrýnd fyrir margt enda má segja
Hugur 2015-5.indd 125 5/10/2016 6:45:30 AM