Hugur - 01.01.2015, Síða 125

Hugur - 01.01.2015, Síða 125
 „Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 125 Gagnrýnin hugsun er kennd víða í samfélaginu; oftar en ekki í beinum tengsl- um við heimspeki og grein Páls nýtt sem lykilatriði þeirrar kennslu. Í dag er blessunarlega viðtekið að ræða um gagnrýna hugsun í íslenskri umræðu, hug- myndin er (ekki lengur) ný af nálinni. Þess vegna tel ég rými til þess að spyrja nýrra spurninga varðandi gagnrýni, bæði er varðar kennslu hennar og hvernig hugmyndin um „gagnrýna hugsun“ er nýtt (stundum sem valdatæki) í almennri umræðu. Ennfremur tel ég mikilvægt að ræða nýjar spurningar sem draga dám af samtíma okkar og þeim gagnrýnu fræðum sem orðið hafa til síðustu þrjátíu árin. Ein þeirra spurninga gæti til dæmis verið hin óvænta spurning: Er hægt að gagnrýna kennda hugsun? Er yfirhöfuð til eitthvað sem heitir kennd hugsun? Ég held ég leyfi mér að svara þessum spurningum strax með já-um; með því að til- greina kennda hugsun er áhersla lögð á að hugsunin er ekki sjálfsprottin heldur alltaf þegar mótuð í gegnum miðlun annarra manneskja.9 Í hug- og félagsvís- indum er mikið til verið að gera einmitt þetta, það er verið að sýna okkur hvernig eitthvað, sem okkur þótti áður greypt í stein, er félagslega mótað. Markmið þessarar greinar er að kynna til leiks svonefnd gagnrýnin fræði (e. critical theory) í tilraun til þess að víkka út gagnrýna umræðu um „gagnrýna hugs- un“ sem er hvorki bundin fyrirfram gefnum reglum né jafn beintengd heimspeki og ætla má. Á grundvelli gagnrýnna fræða vil ég hvetja til þess að umræðan verði margbreytilegri og fylgi þeirri hreyfingu sem óhjákvæmilega fylgir því að lifa í samfélagi; meðvitund um sögulega og samfélagslega skilyrðingu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að fastsetja lögmál gagnrýnnar hugsunar.10 Ég mun meðvitað ekki alltaf gera skýran greinarmun á gagnrýni og gagnrýnni hugsun og jafnvel ekki gagnrýnni hugsun og gagnrýnum fræðum þar sem megininntak gagnrýni minnar er að setja spurningarmerki við svo skýra skilgreiningariðju og hvort hún nái að fanga þá hreyfingu sem gagnrýni hljóti að þurfa að fela í sér þar sem sam- félagið er í sífelldri verðandi. Sem málsvara gagnrýnna fræða mun ég beina sjónum að fræðakonunni Judith Butler og þá sér í lagi grein hennar „What is critique? An essay on Foucault’s Virtue“11 eftir stutt sögulegt yfirlit yfir gagnrýnin fræði. Ástæður þess að ég af- marka mig einkum við hana eru tvær. Í fyrsta lagi vegna þess að gagnrýnin fræði eru bæði víðfeðm og erfitt að tilgreina skýr mörk þeirra. Í öðru lagi vegna þess að mig langar til þess að eiga í samræðu um málefni samtímans og Butler er samtímaspekingur sem hefur einnig verið virk í alls kyns pólitískum aktívisma. Ég mun að lokum kynna gagnrýni á gagnrýnin fræði Butler en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að leggja of mikla áherslu á niðurrif.12 9 Í bókinni Giving an Account of Oneself tekst Butler á við það hvernig hvert sjálf mótast í gegn- um samband við aðrar manneskjur og hvernig mótun sjálfsins er alltaf þegar hulin móðu vegna minnisleysis fyrstu æviáranna. Sjá Butler, 2005. 10 Í samræmi við þessa hugmynd eða gagnrýni á skýrt skilgreindar reglur er áhugavert hvernig gagnrýnin fræði fara handan skýrrar aðgreiningar ólíkra fræðasviða. Jafnvel þótt mikilvægt sé að vera meðvituð um undirliggjandi heimspekilegar forsendur gagnrýni þá skiptir samhengi hverr- ar gagnrýni ekki síður máli, sem bendir til þess að gagnvirkt samband heimspeki og annarra fræðasviða sé vænlegast til vinnings ef við viljum tryggja rými fyrir gagnrýni í samfélagi. 11 Butler, 2002. 12 Butler hefur, eins og flestir víðlesnir fræðahöfundar, verið gagnrýnd fyrir margt enda má segja Hugur 2015-5.indd 125 5/10/2016 6:45:30 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.