Hugur - 01.01.2015, Side 126

Hugur - 01.01.2015, Side 126
126 Nanna Hlín Halldórsdóttir Í þessari grein verður ekki tekin afstaða til einstakra skilgreininga og rökfær- slna um gagnrýna hugsun á íslensku heldur verður heildarmynd hefðarinnar (eða undirliggjandi þekkingarfræðilegar forsendur hennar) tekin til gagnrýninnar skoðunar en möguleikar hefðarinnar einnig skoðaðir. Eftirfarandi er rómuð skil- greining Páls á gagnrýnni hugsun: Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni. Með öðrum orðum: gagnrýnin hugsun leitar að nýjum og betri rökum fyrir skoðunum sínum og hugmyndum og er þar af leiðandi sífellt að endurskoða þær.13 Það sem einkennir þetta viðhorf að mati Elsu Haraldsdóttur, í meistararitgerð hennar Gagnrýnin hugsun. Einkenni hennar og hlutverk, er skilgreining á því hvernig hugsun sé um að ræða og á tengslunum milli gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.14 Elsa færir rök fyrir því að skynsemishyggja Renés Descartes sé grunnurinn að hinni íslensku hefð eins og sjáist glöggt í grein Páls.15 Jafnvel þótt víða megi finna gagnrýni á rökgreiningaráherslu í gagnrýnni hugsun þá er almenn tilhneiging til þess að vilja aðgreina gagnrýna hugsun skýrt frá öðrum gerðum hugsana og notast við skýrt skilgreinda flokka á þann hátt að til verða lögmál gagnrýninnar hugsunar á borð við tilvitnun Páls hér að ofan.16 Hvergi er að finna beina skírskotun til sambands valds og þekkingar17 í hefðinni og varla neinar hugleiðingar um að það þurfi að gagnrýna samfélagskerfið sem heild og jafnvel breyta því á róttækan hátt (t.d. kynjakerfinu eða hinu kapítalíska efna- hagskerfi). Íslenska hefðin er hins vegar áhugaverð að því leyti að hún spyr um miðlun gagnrýni eða kennslu hennar.18 Slík spurn opnar dyrnar fyrir skoðun á mótun sjálfsmyndar og samskipta í samfélagskerfinu. Þeim vangaveltum verður því gefinn gaumur í greininni og hvernig hugmyndir Butler geti unnið með slík- um hugmyndum. Þó svo að „gagnrýnin hugsun“ sé mögulega orðin að einhvers konar klisju þá er hún samt einnig ákveðin birtingarmynd þeirrar háværu kröfu í samfélaginu eftir hrun að við byrjum einhvern veginn að hugsa á nýjan hátt. Nú sjö árum að hún skrifi á þann hátt að hún bjóði lesandanum frekar upp á samræðu heldur en að hún boði hugmyndir sínar. 13 Páll, 1987: 70. 14 Elsa Haraldsdóttir, 2013: 10–11. 15 Elsa Haraldsdóttir, 2013: 23–24. 16 Páll gerir fyrstur manna tilraun til slíkrar afmörkunar gagnrýnnar hugsunar í „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ og eru margar af þeim skilgreiningum sem síðar hafa komið fram ákveðið mótsvar við hans tilraunum, sjá t.d. Róbert Haraldsson, 2001. 17 Til dæmis með skoðun á því hver setur fram spurningar um gagnrýna hugsun og í hvaða samfé- lagslegu stöðu sú manneskja er. 18 Hins vegar takmarkast þessar spurningar innan hefðarinnar mjög við ákveðna samþykkt skóla- kerfisins um að það sé óumdeilanleg vitneskja og handan gagnrýni að það að ganga í skóla sé gott (og aðeins þurfi að fægja kerfið aðeins). En ef vilji er til að stunda gagnrýni með „nemendum“ þurfum við þá ekki einnig að gagnrýna einmitt þær stoðir sem sú kennsla byggir á? Spyrja: Af hverju göngum við í skóla? Af hverju fáum við einkunnir? Af hverju ert þú kennari og ég nem- andi? Hugur 2015-5.indd 126 5/10/2016 6:45:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.