Hugur - 01.01.2015, Page 128

Hugur - 01.01.2015, Page 128
128 Nanna Hlín Halldórsdóttir Frankfurtarskólans eru róttæk gagnrýni bæði á vísindin og á Upplýsinguna þar sem marxísk greining er notuð til þess að sýna fram á að ekki aðeins sé ráðandi hugmyndafræði borgaraleg25 heldur séu vísindi og hefðbundin fræði það einnig. Það þurfi ekki aðeins róttæka endurskoðun vísindanna heldur verði einnig að beita henni á einstaklinginn sem búi yfir þekkingu.26 Ennfremur taldi Horkhei- mer að slík endurskoðun þyrfti að lúta að samfélagskerfinu sem heild og ef vísindi og fræði einblíndu aðeins á sérhæfingu þá yrði skoðun og tengingar á stærra samfélagslegu samhengi útundan.27 Dæmi um þetta gæti verið prófessorinn í rökfræði, sem Eyja Margrét Brynjarsdóttir vísar til í grein sinni „Skynsemi eða rökleikni“,28 sem hefur sérhæft sig í tæknilegum aðferðum rökhugsunar en virð- ist ómeðvitaður um það stærra samfélagslega samhengi sem felst í gagnrýninni skoðun á kynjakerfinu.29 Horkheimer setur gagnrýnin fræði ávallt í samhengi við hina borgaralegu skipan mála en ef þau fræði sem síðar hafa verið tilgreind sem gagnrýnin fræði eru skoðuð þá er áherslan ekki alltaf á stéttarsamhengið eða kap- ítalismann; í femínískum fræðum er það kynjakerfið sem er skoðað, í marxískum fræðum er það hið pólitíska hagkerfi, í eftirnýlendufræðum er það heimsvalda- stefnan, í hinsegin fræðum er það hið gagnkynhneigða forræði o.s.frv.30 Tilvistarspekingurinn Butler Blómatími Frankfurtarskólans var einkum eftir seinni heimsstyrjöldina en hins vegar er sú gagnrýna fræðikona sem hér er í brennidepli starfandi samtímaheim- spekingur. Fræði Butler hafa hlotið mikinn hljómgrunn allt frá því að bók hennar Kynusli31 kom út árið 1990. Í raun má segja að öll verk Butler, sem og Foucaults, séu hluti af gagnrýnum fræðum; bæði reyna þau að skoða samband einstaklings- ins við samfélagskerfið. Það þýðir þó ekki að þau hugi í sífellu að hugmyndum um gagnrýni heldur eru umræddar greinar þær helstu sem beina kastljósinu að efninu.32 Nálgun Foucaults er sögulegri en nálgun Butler sem þó leggur sögulega 25 Borgari (borgaralegt) í þessu samhengi er sambærilegt hugtakinu bourgeois á ensku og frönsku og Bürger á þýsku. Jafnvel þótt borgari geti vísað til allra þeirra sem hafa vegabréf í tilteknu ríki (sem þegn eða citizen á ensku) þá er hér vísað til ráðandi stéttar í kapítalísku samfélagi. Með því að segja að vísindi séu borgaraleg, er átt við að þau þjóni því að viðhalda og endurframleiða það kerfi sem sé hliðhollt hinni ráðandi stétt og geri henni kleift að halda völdum sínum og auði. 26 Horkheimer, 1972: 199. 27 Horkheimer, 1972 : 221. 28 Eyja Margrét Brynjarsdóttir, 2013. 29 Eyja Margrét Brynjarsdóttir: 56. Prófessorinn lét mynda sig fyrir karlatímarit þar sem fáklæddar konur, sem áttu að vera nemendur hans, dáðust að honum á meðan hann skrifaði rökfræði upp á töflu að hætti „gáfumanns“. Myndirnar voru gagnrýndar fyrir að undirskipa konur með tákn- rænum hætti, hlutgera þær sem kynferðisverur og gera þar með lítið úr þeim sem nemendum í heimspeki. 30 Oft er talað um samband þessara breyta á ensku sem intersectionality en þýðingar á því orði hafa reynst erfiðar. Það lýsir því hvernig ólík hugmyndakerfi tvinnast saman án þess að eitt kerfi sé endilega talið meira kúgandi eða frelsandi en annað. 31 Butler, 1990. Á ensku er heitið Gender Trouble og hefur „gender“ verið þýtt á íslensku sem kyn- gervi. Hins vegar er hægt að setja spurningarmerki við þá þýðingu og því þýði ég titilinn sem Kynusla sem passar einnig vel við eitt megininntak bókarinnar: Að kyn sé alltaf þegar kyngervi. 32 Í formála að frægustu bók Butler, Kynusla, fjallar hún um það að fólk hafi deilt um hvernig eigi Hugur 2015-5.indd 128 5/10/2016 6:45:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.