Hugur - 01.01.2015, Page 142
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 142–150
Róbert Jack
Frammi fyrir lífinu og dauðanum
Um Hugsunin stjórnar heiminum eftir Pál Skúlason
Varla er mögulegt að fjalla um skrif Páls Skúlasonar svo skömmu eftir andlát
hans án þess að minnast mikilla áhrifa hans á íslenska heimspeki. Hann tók þátt
í að mennta nokkrar kynslóðir af heimspekingum, skrifaði mikið um heimspeki
og lagði líklega meira til almennrar heimspekiumræðu á Íslandi en nokkur annar
fyrr og síðar. Það er því óumdeilt að Páls verður minnst þegar saga íslenskrar
heimspeki verður skrifuð.
Það rit sem ég hef tekið að mér að fjalla um hér, Hugsunin stjórnar heiminum,
er eitt af nokkrum ritum sem Páli lánaðist að koma frá sér skömmu fyrir and-
látið. Titill greinasafnsins er sóttur í viðtal frá 1985 sem, eins og segir í inngangi
Marteins Sindra Jónssonar, endurspeglar ákveðna hugmynd í textunum. Þetta
viðhorf kemur heldur ekki á óvart miðað við fyrri skrif Páls.1 Þó verður ekki séð
að hann taki hugmyndina til frumspekilegrar meðhöndlunar í þessari bók.
Sjálfum finnst mér titillinn skemmtilega sjálfshjálparlegur og hefði mátt bú-
ast við að Páll tæki þá hlið á stjórn hugsunarinnar til sérstakrar umræðu í bók-
inni. Það gerir hann líka að vissu leyti. Til að mynda nefnir hann í formála að
„frumframkvæmd“ okkar eigi að vera að gera okkur heiminn í hugarlund, þ.e.
áður en við hefjum aðrar athafnir (7–8). Einnig er slegið á svipaða strengi í „Hvers
vegna heimspeki?“ (20) og „Hlutverk heimspekingsins í opinberu lífi“ (63).
Elsti textinn í greinasafninu er frá árinu 1976 og sá yngsti er frá útgáfuári bók-
arinnar, 2014. Þrátt fyrir að greinarnar séu frá þetta löngu tímabili, get ég ekki
séð annað en samhengið í textunum sé að minnsta kosti ekki verra en gengur
1 Í greininni „Hver er hinn sanni heimur?“ talar Páll um hugarheiminn sem upprunaheim sem
komi í vissum skilningi á undan náttúruheiminum og mannheiminum (1995: 54). Reyndar er
vísbending um það í síðustu greininni í Hugsunin stjórnar heiminum að heimur merkingar, sem er
mannheimurinn í aðeins breyttri mynd, liggi hinum heimunum til grundvallar. Fjallað verður um
þriggja heima kenningu Páls hér á eftir en þó ekki þetta síðastnefnda atriði.
Hugur 2015-5.indd 142 5/10/2016 6:45:36 AM