Hugur - 01.01.2015, Page 145

Hugur - 01.01.2015, Page 145
 Frammi fyrir lífinu og dauðanum 145 anir eftir minni. Það gerir hann ekki. Yfirleitt er hann einfaldlega ekki upptekinn af því að eltast við að upplýsa okkur sérstaklega í neðanmálsgreinum. Þetta kemur yfirleitt ekki beint að sök, þótt hann setji stundum fram fullyrðingar sem maður vildi gjarnan fá að vita hvar er fjallað betur um. Dæmi eru þegar hann segir í formála að sagan sé full af dæmum um að heimspekingar séu athafnafólk (7) eða þegar hann segir síðar að hugmyndaheimur Grikkja eigi sér djúpar rætur í menningarheimum Egypta, Persa og Indverja (43). Næsta grein í bókinni er „Hvað er heimspekikennsla?“ þar sem Páll tekur upp þráðinn frá greininni „Sjálfsblekkingar kennarans“.2 Tilgátan sem Páll setur fram í upphafi greinarinnar rímar líka vel við þessa eldri grein,3 en hún er sú að sá sem vilji læra að kenna fólki heimspeki þurfi umfram allt að vera sjálfur að læra heimspeki (37). Rökin eru þau að fólk læri með því að líkja eftir öðrum og því þurfi heimspekingurinn að vera fyrirmynd í kennslu sinni (37–39). Þessi hugmynd er reyndar afar áhugaverð fyrir þá sem voru nemendur Páls, en sjálfur hafði ég líklega engan kennara sem var betri í því en Páll að hugsa á staðnum með nemendum sínum. Að þessu leyti færði hann okkur inn í hugsunina sjálfa á staðnum í stað þess að lýsa henni einungis. Þessu tengt setur Páll upp í lok greinarinnar áhugaverðan samkvæmisleik fyrir heimspekikennara þar sem þeir eiga að huga að því hverjum þeir líkist mest í kennslu sinni, Sókratesi, Platoni eða Aristótelesi. Þetta finnst mér skemmtilegt og gagnlegt, en sjálfan tel ég mig líkastan Sókratesi, þótt mig langi að vera líkari Platoni. Þegar ég kenni eins og Aristóteles, finnst mér hins vegar eins og ég sé að feika það. Ekki er ólíklegt að viðleitni mín sé hér undir áhrifum frá Páli. En það er ýmislegt fleira áhugavert í þessari grein um heimspekikennslu. Til dæmis segir Páll okkur hér að hann telji heimspeki snúast um „eitt og aðeins eitt: að hugtaka heiminn, hinn sundraða veruleika í heild sinni“ (39). Þetta er ekki nýlunda í heimspeki Páls,4 en þó ber að nefna að þetta viðhorf um að heimspeki miði að því að skilja hlutina í heild er eitt sterkasta þema bókarinnar. Það má finna í einhverri mynd í öllum sex greinum bókarinnar þar sem Páll lýsir sinni eigin heimspeki og auk þess í viðtalinu aftast (23, 39, 49, 71, 80, 205, 213). Þessu þema fylgir annað þema eins og skugginn, sem einnig er gamalt,5 en það er það viðhorf að heimspekingur sækist eftir skilningi sem liggur aldrei al- gerlega fyrir (35, 42, 61, 63, 189, 203, 214). Heimspekiiðkun Páls lifir þannig stöðugt í togstreitu á milli viljans til að hugsa heiminn í heild og þess viðhorfs að þessi heildarskilningur liggi aldrei fyrir. Þetta kann að skýra hversu leitandi heimspeki Páls er iðulega, en hann tekst gjarnan á við sömu viðfangsefnin með nýjum hætti, samanber þessa grein um heimspekikennslu. Annað áhugavert dæmi er hugmynd Páls um þrískiptingu heimsins, en áður en hann sættist á síðustu útgáfuna setti hann fram nokkrar myndir af henni.6 Og eins og við munum sjá hér á eftir reynir 2 Páll Skúlason 1989: 127–137. 3 Sama rit: 131. 4 Sjá Páll Skúlason 1998: 29. 5 Sbr. Páll Skúlason 1995: 38. 6 Sjá Róbert Jack 2014: 66–69. Hugur 2015-5.indd 145 5/10/2016 6:45:37 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.