Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 153
Pælt í háskólum 153
fræðilegt starfsmenntasetur. Segja
má að það hafi alla tíð verið unnið að
því að sætta þessar tvær leiðandi
hugmyndir og láta þær styðja hvor
aðra (bls. 99–100).
Það er síðan skoðun Páls, sem hann nálg-
ast úr ólíkum áttum í þessari bók, að ekki
sé unnt að sætta þessar leiðir og láta þær
styðja hvor aðra nema skilja vel hver
munurinn er, hvaða gildi liggja hvorri
hugmynd um sig til grundvallar, og hvers
vegna báðar séu mikilvægar.
Háskólar í ólgusjó samtímans
Páll rekur hugmyndir ýmissa manna um
ógnir sem steðja að háskólum, t.d. hug-
myndir Patriciu J. Gumport um að stofn-
anarökvísi (e. institutional logic) banda-
rískra rannsóknarháskóla hafi breyst frá
því að vera rökvísi félagslegra stofnana
yfir í rökvísi sem hæfir iðnfyrirtækjum,
með þeim afleiðingum að hefðbundnir
háskólar líða undir lok (bls. 48). Páll
nefnir einnig hugmyndir Bills Reading,
sem segir að háskólar síðustu þrjár aldirn-
ar hafi byggt á hugsjón upplýsingarinnar
um að f ræðin stuðli að því að bæta
menntun og menningu innan ramma
þjóðríkisins, en með hnignun þjóðríkisins
og þjóðmenningar hafi sá grundvöllur
brostið. Við hafi tekið hrein yfirborðs-
mennska undir því yfirskyni að starfsem-
in sé framúrskarandi – allt miðast við
„excellence“ – og að mælikvarðarnir á
frammistöðu séu í raun innantómir og
miðist við magn en hvorki innihald né
raunveruleg gæði (bls. 50–52). Af talsvert
öðru tagi eru hugmyndir Clarks Kerr um
fjöl-háskólann (e. multiversity). Þessar
hugmyndir eru ekki endilega svartsýnar á
stöðu eða horfur háskólanna þótt þær
hugnist Páli ekki. Páll ber hugmyndir
Kerrs um fjöl-háskólann saman við hug-
myndir Sartres um mannveruna, en hann
taldi að mannveran hefði ekkert eðli. „Að
vera til fyrir manneskjuna felst í því, að
mati Sartres, að taka ákvarðanir um hvað
hún gerir úr sér“ (bls. 113). Fjöl-háskólinn
hefur ekkert eðli, „hann er bara það sem
þeir sem þar starfa gera úr honum“ (bls.
113).
Páll er ekki sannfærður, hvorki af
hrakspám Gumport og Readings né
greiningu Kerrs. Hann setur fram eig-
in hugmynd um háskóla sem andsvar
við efasemdaröddum um eðli þeirra og
tilverugrundvöll. Hann orðar þessa hug-
mynd með eftirfarandi hætti í kaflanum
„Kreppa háskóla og kjarni háskólastarfs“:
Í mínum huga leikur ekki vafi á að til
er ákveðin hugmynd um háskóla
sem mótast hefur í aldanna rás og
birtist í almennri og hugsjónabund-
inni sjálfsmynd háskólasamfélagsins
hvar sem er í heiminum. ... Hug-
mynd þessi er af sama toga og hug-
mynd Aristótelesar um manninn
sem skynsemisveru og hugmynd Je-
an-Paul Sartre um manninn sem
frjálsa veru: Verkefnið er þá að skapa
skilyrði og tæki til að gera drauminn
um mannlíf undir merkjum skyn-
semi og frelsis að veruleika (bls. 116).
Til að skilja starfsemi háskóla – og skilja
að þeir geti lifað af í samtímanum – þarf,
að mati Páls, að skoða þá undir þremur
ólíkum sjónarhornum sem fyrirtæki,
stofnun og samfélag. Sérhver háskóli er
þetta allt í senn. Eftir að hafa útlistað
þessi þrjú sjónarhorn segir Páll svo:
[Samfélagssjónarhornið] vegur að
mínu mati þyngst þegar leitast er við
að skilja starfsemi háskóla og þá sið-
fræði sem henni tengist. Erfiðleik-
arnir sem háskólar eiga við að etja
um þessar mundir tel ég raunar stafa
af því að samfélagseðli þeirra er van-
rækt (bls. 120).
Rektorinn
Háskólapælingar hefur að geyma bæði
fræðilegar greinar og styttri erindi og
ræður. Ég hef einkum fjallað um hinar
fræðilegu greinar en erindin og ræðurnar
eru einnig athyglisverð, m.a. þar sem
Hugur 2015-5.indd 153 5/10/2016 6:45:40 AM