Hugur - 01.01.2015, Síða 158
158 Hugur | Ritdómar
Gabriel Malenfant, ritstj.: Inquiring into
Contemporary Icelandic Philosphy. Há-
skólaútgáfan og Heimspekistofnun Há-
skóla Íslands, 2014. 238 síður.
Árið 2014 kom út tuttugasta rit Heim-
spekistofnunar Háskóla Íslands, Rit-
gerðasafnið Inquiring into Contemporary
Icelandic Philosophy í ritstjórn Gabriels
Malenfant. Þá voru einmitt liðin tuttugu
ár síðan fyrsta rit Heimspekistofnunar,
Tilraunir handa Þorsteini, leit dagsins ljós.
Í seinni tíð hefur jafnan verið gerð sú
grein fyrir ritum Heimspekistofnunar að
þau séu útgáfuvettvangur fyrir rannsókn-
ir kennara og framhaldsnema í heim-
speki, fyrir þýðingar á heimspekiritum
fornum sem nýjum og fyrir bækur sem
ætlaðar eru til kennslu í heimspeki. Af
einhverjum sökum er ekki ljóstrað upp
um þennan tilgang ritanna í Inquiring
into Contemporary Icelandic Philosophy
sem hefði að ósekju mátt gera. Því ætla
má að hún höfði sérstaklega til þeirra sem
vilja öðlast yfirlit yfir íslenska samtíma
heimspeki á einum stað. Þar á meðal
hljóta að vera námfúsir heimspekinemar
sem og aðrir áhugamenn um heimspeki
og vandséð hvert þeir ættu frekar að snúa
sér. Líkast til er það meðal þess fyrsta sem
kemur upp í huga íslenskra lesenda við
lestur bókarinnar hversu mikil vöntun er
á viðlíka verki á íslensku. Raunar er vikið
óbeint að þessu atriði í formála bókarinn-
ar þar sem ritstjórinn gerir nokkra grein
fyrir tilurð hennar.
Í fáum orðum sagt sprettur hug-
myndin að bókinni af þeirri forvitni
sem vaknar í brjósti þess sem kynnist
akademískri íslenskri heimspeki sam-
tímans en á bágt með að gera sér grein
fyrir sögulegum rótum hennar og þeim
sérstæðu málspekilegu vandamálum sem
ástundun hennar glímir við. Með öðrum
orðum skortir þann, sem nálgast íslenska
samtíma heimspeki í fyrsta sinn, þekk-
ingu á samhengi hennar. Þá kemur í ljós
að ekki er jafn mikil munur á stöðu þess
sem nálgast viðfangsefnið sem utanað-
komandi gestur og þess sem við getum
kallað heimamann. Staðreyndin er sú að
ekki hefur verið til að dreifa neinu verki
sem gæti staðið undir nafni sem yfirlit
yfir íslenska samtíma heimspeki og/eða
samhengi hennar. Þar til nú.
Hér er rétt að staldra við eitt lykilat-
riði. Inquiring into Contemporary Icelandic
Philosophy afmarkar sig, eins og kemur
fram í titlinum, á mjög skýran hátt við
íslenska samtíma heimspeki og raunar
nánar tiltekið akademíska samtíma heim-
speki. Þótt hvergi sé að finna nákvæma
skilgreiningu á því tímabili sem verkið
tekur til er ljóst að litið hefur verið til
stofnunar námsbrautar í heimspeki við
Háskóla Íslands árið 1972 sem nokkurs
konar upphafspunkts. Það verður að
viðurkennast að lesandinn saknar þess að
ekki sé gerð skýrari grein fyrir afmörk-
un efnisins og sú afmörkun rökstudd
með einhverjum hætti. Vissulega markar
stofnun námsbrautar í heimspeki mik-
ilvæg tímamót í sögu heimspekinnar í
íslensku samhengi. En eins og inngangur
Gunnars Harðarsonar, „Philosophy in
Um ævir og siði heimspekinganna eða
„fyrirheit um ónumið land“?
Grennslast fyrir um íslenska samtíma heimspeki
Hugur 2015-5.indd 158 5/10/2016 6:45:44 AM