Hugur - 01.01.2016, Side 5
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 5–7
Inngangur ritstjóra
Þema Hugar 2016-17 er Kerfi, en þetta opna þema kallaði fram afar fjölbreytta
flóru greina sem snerta á þemanu á ólíkan hátt.
Kerfi er þó ekki eina þema Hugar að þessu sinni, en viðtal sem Björn Rúnar
Egilsson lagði til Hugar leiddi til þess að aukaþemað Athygli varð til. Athygli
hefur verið eitt af meginviðfangsefnum breska heimspekingsins Christoper Mole,
sem er viðmælandi Björns, en í viðtalinu ræða þeir um bók hans Attention is
Cognitive Unison. Í bókinni setur Mole fram kenningu sína um athygli sem hug-
rænan einhljóm og rekur frumspekilegar undirstöður athyglinnar, en siðferðilegt
mikilvægi athyglinnar hafði hann ekki skoðað að ráði þar, eins og þeir Björn ræða
í lok viðtalsins. Í framhaldi af samtali okkar Björns þar sem við ræddum m.a.
áhugaverðar tengingar á milli hugmynda Mole um siðferðilegt mikilvægi athygli
og þeirra hugmynda sem Jón Ásgeir Kalmansson setur fram í nýlegri doktorsrit-
gerð sinni um Siðfræði athyglinnar, ákváðum við að biðja þá Mole og Jón Ásgeir
að leggja til greinar í Hug í tengslum við þetta viðfangsefni. Þeir brugðust mjög
vel við þeirri ósk og niðurstaðan er umræða sem vonandi er til þess að fallin að
beina athygli lesenda að mikilvægi athyglinnar í hugsun okkar og athöfnum.
Síðasti Hugur var tileinkaður minningu Páls Skúlasonar, og við minnumst hans
einnig að þessu sinni, enda varla annað hægt þegar þemað Kerfi er til umfjöllunar.
Tvær greinar bárust Hug þar sem kerfishugsun Páls er til umræðu og þannig
varð til undirþemað Kerfi Páls. Greinarnar byggja báðar á erindum höfunda á
ráðstefnu um heimspeki Páls sem haldin var síðastliðið vor; Vilhjálmur Árnason
skrifar um heimspeki Páls í ljósi hugmynda Habermas og Tryggvi Örn Úlfsson
skrifar um kerfi Páls í ljósi Hegels.
Tvær þýðingar birtast að þessu sinni í Hug; þýðing Eyju Margrétar Brynjars-
dóttur á greininni „Heimspekingar og stjórnmál“ eftir Susan Stebbings, og þýð-
ing Steinunnar Hreinsdóttur á „Þegar varir okkar tala saman“ eftir Luce Irigaray.
Það er mjög ánægjulegt að geta með þessum hætti aukið úrval heimspekitexta á
íslensku eftir kvenheimspekinga frá ólíkum tímum og úr ólíkum áttum. Eins og
Eyja ræðir í grein sinni í heftinu hafði Stebbing mikil áhrif á þróun rökgrein-
ingarheimspeki í Bretlandi, en í „Heimspekingar og stjórnmál“ ræðir hún m.a.
um mikilvægi heimspekilegrar hugsunar í lýðræðissamfélagi. Luce Irigaray er
einn þekktasti kvenheimspekingur samtímans, en gagnrýni hennar á einkynjaða
orðræðu heimspekinnar sem birtist m.a. í „Þegar varir okkar tala saman“ hef-
ur haft mikil áhrif innan feminískrar heimspeki. Báðar snerta þessir höfundar á
Hugur 2017-6.indd 5 8/8/2017 5:53:11 PM