Hugur - 01.01.2016, Side 13

Hugur - 01.01.2016, Side 13
 Athygli er hugrænn einhljómur 13 myndar grunninn að því hvernig ég hugsa um þetta. Wayne Wu hefur gert þessa hugmynd að umtalsefni nýlega en hana má rekja til Alans Allport sem var að hugsa um þessa hluti á tíunda áratugnum. Ég held að meðvitundin hafi miklu minna hlutverki að gegna þegar athygli er annars vegar og að tengslin milli þessara tveggja fyrirbæra séu ekki svo náin. Hugmyndir mínar hvað þetta varðar hafa tekið breytingum síðan ég skrifaði bókina. Áður þótti mér það einkennilegt að gera sér í hugarlund að hægt væri að veita einhverju athygli án þess að vera meðvitaður um það, en síðan bókin kom út hafa verið gerðar rannsóknir sem virðast sýna að athygli sé möguleg í algjöru meðvitundarleysi. Það er munur á milli óskiptrar athygli og skiptrar og mörg dæmi eru tekin fyrir í bókinni. Þú tekur það fram að einhljómskenningin komi ekki í veg fyrir að hægt sé að ákvarða styrkleika athyglinnar í mismunandi tilvikum, en að kenningin haldi aftur af sér og láti það vera. Hvers vegna? Það er ansi snúið og ekki eru allir sáttir við þessa áherslu hjá mér. Ef þú hefur lesið skrif Philipps Koralus um athygli þá eru þau aðallega til komin vegna löngunar til þess að sneiða hjá þessu atriði í einhljómskenningunni. En ég stend á mínu og þótt styrkleiki athyglinnar sé vissulega misjafnlega mikill þá skiptir samhengið einnig máli. Það gengur ekki að smíða kenningu um athygli sem festir hana í einhvers konar skala. Eins og að segja að einhver veiti 70% athygli? Mér sýnist þetta vera fölsuð staðhæfing. Það væri hægt að bæta einhvers konar tólum og tækjum við kenninguna til þess að meta um hversu mikla athygli væri að ræða í sérstökum tilvikum ef áhugi væri fyrir hendi. En ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá varði ég fyrir nokkrum árum þrem til fjórum vikum einmitt í það að finna leið til þess að gera þetta. En ég fann enga merkingarbæra leið til þess og því gaf ég það upp á bátinn. Hversdagsreynslan sýnir flestum okkar að athygli er hverfult og óstöðugt fyrirbæri og eftir því sem ég las meira í bókinni, þeim mun sannfærðari varð ég um þetta. Hvar skilur þú á milli athygli og eftirtektarleysis? Ég er kröfuharður hvað þetta varðar; oft þegar fólk segist veita einhverju athygli þá er það ekki raunin. Kenningin felur það í sér að um leið og truflun á sér stað er athygli strangt til tekið ekki lengur fyrir hendi. Það reynist vera frekar erfitt að veita einhverju óskipta athygli. Þú segir einmitt að maður geti ekki sinnt tveimur verkefnum eins og að keyra bíl og eiga í samtali í einu og það sem fólk geri í raun undir slíkum kringumstæðum sé að beina athyglinni til skiptis leifturhratt á milli verkefna. Er einhvern tíma hægt að skipta athyglinni og sinna tveimur verkefnum á sama tíma? Það eru til sérstök dæmi um það ef verkefnin eru ekki frábrugðin, tökum sem dæmi meðlim í lúðrasveit sem heldur athygli við það að slá á trommu og marsera í takt á sama tíma. En þessi verkefni eru ekki svo ólík. Þetta er einnig hægt þegar Hugur 2017-6.indd 13 8/8/2017 5:53:12 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.