Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 15

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 15
 Athygli er hugrænn einhljómur 15 heimspekikenningar um athygli annars vegar og mögulegra meðferðarúrræða við sjúkdómnum hins vegar. Hvers konar viðtökur hefur þú fengið frá sálfræðingum? Sumir eru hrifnir af kenningunni en aðrir ekki. Þeir sálfræðingar sem líta hana jákvæðum augum eru einnig hrifnir af kenningunni um hlutdræga samkeppni (e. biased competition) sem margir hampa þessa dagana. Ég held að hún sé að verða að ráðandi kenningu. Já einmitt, þú segir að kenningin þín geti stutt við rannsóknir sem að undanförnu hafa bent til þess að athygli okkar ráðist af gangverki hlutdrægrar samkeppni. Kenningin segir að þegar margs konar áreiti birtist í senn, virkist hópar taugafrumna sem eigi í innbyrðis samkeppni. Þegar athygli beinist að ákveðnu áreiti sé endurgjöf í formi athyglismerkis beint að hinum virkjuðu taugafrumum. Þessi endurgjöf hefur áhrif á samkeppnina, umræddu áreiti til hagsbóta, og gerir því kleift að bera merkið áfram til næsta svæðis í heilaberkinum. Það er til kenning sem segir að hlutdræg samkeppni eigi sér stað í heilanum. Sumir talsmanna þessarar kenningar átta sig ekki á því hvernig samkeppnin geti farið fram samhliða því að ákveðin merki séu send að ofan sem hafi áhrif á út- komu samkeppninnar – hvernig heilinn velji það sem eigi að veita athygli. Þetta þykir þeim dálítið dularfullt og þeir halda að það sé á þennan hátt sem við beit- um frjálsum vilja – með sjálfráðri beiningu athyglinnar. Þeir aðhyllast hlutdræga samkeppni en halda samt að sannleikurinn um hvernig athygli velji viðfangsefni sitt sé enn óútskýrður. Ég held að þetta sé misskilningur; við höfum prýðilega kenningu um hvernig athyglin velur viðfangsefni sín – þau eru hlutskörpust í hlutdrægu samkeppninni! Hugmyndin um að eitthvað æðra fyrirbæri sem stjórni merkjum sem hafi áhrif á samkeppnina er í raun gamla ferlahugmyndin risin upp frá dauðum sem segir að það hljóti að vera einhver staður í heilanum þar sem athyglina er að finna. Þannig styður kenningin mín við kenninguna um hlut- dræga samkeppni og gerir hana heilsteyptari en stuðningsmenn hennar átta sig á. Undir lok bókarinnar bendir þú á að athygli tengist ekki aðeins viðfangsefnum í sál- fræði, þekkingarfræði og hugspeki, heldur sé hún einnig siðferðilega mikilvæg. Með því að leita í smiðju Simone Weil og Iris Murdoch segirðu að það að veita athygli á réttan hátt sé ómissandi hluti þess að breyta rétt og lifa vel. Geturðu farið aðeins nánar út í þá sálma? Þá vandast málin; það er sá hluti sem er skemmst á veg kominn og ég er kannski ekki best til þess fallinn að segja mikið um hann. En ég held að það sé nokkuð ljóst að ákveðnar dygðir leggi ákveðnar kvaðir á athygli okkar. Til þess að skilja muninn á manneskju sem breytir á kærleiksríkan hátt og manneskju sem gerir það ekki – til þess að átta sig á þessum siðferðilega mikilvæga mun – þurfum við að hugsa um hverju fólk veitir athygli. Kannski draga neikvæðu dæmin þetta best fram: manneskjur sem haga sér illa gerast gjarnan sekar um að veita réttu hlutunum ekki athygli. Þeim hefur yfirsést mikilvægar siðferðilegar staðreyndir í Hugur 2017-6.indd 15 8/8/2017 5:53:13 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.