Hugur - 01.01.2016, Síða 22
22 Christopher Mole
heldur er hún eins og að hafa hljóðlausa rödd, hún er óeigingjörn virðing fyrir
raunveruleikanum og er meðal allra erfiðustu og mikilvægustu dygða.“7
Iris Murdoch kom með þessar athugasemdir hér að ofan í fyrirlestri sínum
„Fullveldi ‘hins góða’ gagnvart öðrum hugtökum“ árið 1976. Í þeim skipar athug-
ull móttækileiki fyrir staðreyndum æðsta sess siðferðisins. Siðferðisleg vídd
skylduboðsins um að veita athygli var miðlæg í heimspeki Murdoch. Hún gæðir
söguþráðinn lífi í fleiri en einni skáldsagna hennar.8 Með því að íhuga afstöðu
Murdoch, getum við komist nær því að sjá kostina við að álíta gildi eftirtektar-
semi vera grundvallaratriði.
3 Tækifæri til siðferðilegra framfara
Áhugi Murdoch á athygli kom úr ýmsum áttum. Hún deildi skuldbindingu með
Elizabeth Anscombe (hverri Murdoch tileinkaði meistaraverk sitt) til að rann-
saka á heimspekilegan hátt hvernig hin veraldlega mynd sem nútíminn dregur
upp af mannkyninu er fullnægjandi og ófullnægjandi í senn til þess að útskýra
siðferðilegar staðreyndir. Ólíkt Anscombe – sem snerist til kaþólskrar trúar á tán-
ingsaldri og trúði heitt á Guð – var afstaða Murdoch sú að „það sé, að mínu mati,
enginn Guð í hefðbundnum skilningi þess orðs.“9 Murdoch var því umhugað um
að lagfæra veraldlega mynd okkar af mannkyninu, svo að hún geti betur stutt við
siðferðislegar samræður okkar.
Í „Um ‘Guð’ og ‘hið góða’“ freistar hún þess að finna svigrúm innan hinnar
veraldlegu myndar fyrir þá staðreynd (eins og hún skilur hana) að bæn getur oft á
tíðum verið tilefni til siðferðilegra framfara. Fyrsta skref hennar í áttina að því að
draga upp veraldlega mynd af hugmyndinni um mikilvægi bænarinnar felst í því
að sýna siðferðilegu mikilvægi athygli:
Að Guð, sé honum gefinn gaumur, sé öflug uppspretta (oft góðrar) orku
er sálræn staðreynd. Það er einnig sálræn staðreynd, sem er siðfræðilega
mikilvæg, að við getum öll fengið siðferðislegan stuðning með því að
beina athygli okkar að hlutum sem eru verðmætir: dygðugu fólki, stór-
kostlegri list, mögulega […] sjálfri hugmyndinni um hið góða.10
Sú hlið Guðs sem þarf að finna sér samastað í hinni veraldlegu heimsmynd er,
að mati Murdoch, að Guð sé „einfalt, fullkomið, yfirskilvitlegt, ólýsanlegt og
nauðsynlega raunverulegt viðfang athyglinnar.“11
Murdoch var hvorki ein um að hafa áhuga á þessu efni – á auðmýkt, ábyrgð,
siðmennt og að huga að hlutum ótengdum manni sjálfum – né var hún ein um
að freista þess að búa til veraldlegt hugtak um bæn á grunni slíkra mála. Ekki
7 Murdoch 1970: 93
8 Hér hef ég sérstaklega í huga The Nice and the Good (1968) og An Accidental Man (1971).
9 Murdoch 1970: 77
10 Murdoch 1970: 55.
11 Sama rit: 54, áhersla mín.
Hugur 2017-6.indd 22 8/8/2017 5:53:15 PM