Hugur - 01.01.2016, Síða 28
28 Christopher Mole
Weil settu fram hugmyndir sínar. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að börn gleymi
stórum hluta þeirra staðreynda sem kynntar eru fyrir þeim á skólagöngu þeirra.
Nú kemur á daginn að æði margar þeirra staðreynda hefði verið hægt að finna,
ef þörf krefði, á ekki lengri tíma en það tekur að opna netvafra. Þrátt fyrir með-
vitund okkar um þessi atriði sem hafa ber í huga, höldum við í skýra tilfinningu
fyrir því að menntun barnanna okkar sé vel þess virði. Menntun virðist frekar fela
í sér gildi sem situr eftir, jafnvel eftir að gildi þess að vita hefur verið tekið út fyrir
sviga, eins og þekking virðist fela í sér gildi sem situr eftir þegar gildi sannleikans
hefur verið tekið út úr jöfnunni. Murdoch, Weil og Auden telja það vera gildi þess
að vera opinn fyrir staðreyndum á athugulan hátt, sem menntun ræktar og agar.
Það er ekki tilviljun að þetta eru sömu eftirstöðvar og hin daídalíska samlíking
Platons gaf til kynna, sem hluta skýringarinnar á gildi þekkingar. Á grunni hug-
mynda frá öllum þessum höfundum hef ég lagt til að þessi athuguli móttækileiki
fari með burðarhlutverkið í því að búa yfir og öðlast dygð, og sé þannig góður í
sjálfu sér – í dýpsta siðferðislega skilningi ,góðs‘ – og henti okkur til að fást við
heiminn á athugulan hátt.
Heimildir
Campbell, Richard. 2011. The Concept of Truth. Basingstoke: Palgrave Macmillan.
Hecht, Anthony. 2003. Melodies Unheard: Essays on the Mystery of Poetry. Baltimore:
The Johns Hopkins University Press.
Hill, Geoffrey. 2001. Rhetorics of Value I: Intrinsic Value: Marginal Observations on
a Central Question. The Tanner Lectures on Human Values, Volume 22. Salt Lake
City: University of Utah Press.
Mole, Cristopher. 2007. Self, Attention, and The Sovereignty of Good. Iris Murdoch: A
Reassessment. Ritstj. A. Rowe. Basingstoke: Palgrave Macmillan, s. 72–84.
Mole, Cristopher. 2016. The Unexplained Intellect: Complexity, Time, and the Metap-
hysics of Embodied Thought. New York: Routledge.
Murdoch, Iris. 1970. The Sovereignty of Good. London: Routledge.
Murdoch, Iris. 1992. Metaphysics as a Guide to Morals. Harmondsworth: Penguin.
Weil, Simone. 1986. Simone Weil: An Anthology. New York: Grove Press.
Hugur 2017-6.indd 28 8/8/2017 5:53:16 PM