Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 48
48 Jón Ásgeir Kalmansson
ar-myndhverfingar og hugtök í hugsun okkar en við höfum gert síðustu áratugi
og aldir. Það er of langt mál að fara nánar út í hugmyndir þeirra félaga að þessu
sinni. Það eina sem ég vil sérstaklega draga fram nú er sú hugmynd að það í
hvaða samhengi við sjáum og skiljum hlutina hafi bæði víðtækar og afdrifaríkar
praktískar afleiðingar.66 Þegar allt komi til alls hafi ekkert jafn áþreifanlega og
hagnýta þýðingu fyrir velfarnað okkar til framtíðar og það í hvaða heildarsam-
hengi við sjáum hlutina. Heildarsýnin sem við þörfnumst sem aldrei fyrr, svo
okkur auðnist að líta á jörðina sem heimkynni okkar, sé einmitt sú sem dregur
fram hina óendanlega samtengdu og margbrotnu heild sem við erum öll hluti af
sem líkamlegar og andlegar verur, en ekki einvörðungu sú sem tvístrar veruleik-
anum í kaldar staðreyndir og eindir. Sú niðurstaða, sem er í góðum samhljómi við
umræðurnar sem fram fóru í kennslustundinni í háskólanum forðum daga, þýðir
að brýnasta verkefni okkar daga er að leggja rækt við það hvernig við mannfólkið
skiljum heildarsamhengi hlutanna – að íhuga hvaða svip eða andlit við erum fær
um að lesa í ásjónu heimsins.
Heimildir
Abbott, Edwin Abbott. 2015. Flatland: a romance of many dimensions. Princeton: Pr-
inceton University Press.
Arendt, Hannah. 1981. The life of the mind. San Diego: Harcourt Brace Jovanovich.
Bekoff, Marc, og Jessica Pierce. 2009. Wild justice: The moral lives of animals. Chicago:
University of Chicago Press.
Berry, Wendell. 2001. Life is a miracle: An essay against modern superstition. Berkley:
Counterpoint.
Boyer, S.D., og C.A. Hall. 2012. The Mystery of God: Theology for Knowing the Unknowa-
ble. Grand Rapids, MI: Baker Publishing Group.
Capra, F., og P.L. Luisi. 2016. The Systems View of Life: A Unifying Vision: Cambridge
University Press.
Casals, Pablo. 1970. Joys and sorrows: reflections. Ritstjóri: Albert Eugene Kahn.
London: Macdonald & Co.
Cavell, Stanley. 1982. The claim of reason: Wittgenstein, skepticism, morality and tragedy.
Oxford: Oxford University Press.
Chesterton, Gilbert Keith. 2011. In Defence of Sanity: The Best Essays of GK Chesterton.
Ritstj. Dale Ahlquist. San Francisco: Ignatius Press.
Dante, Alighieri. 2010. Gleðileikurinn guðdómlegi. Þýð. Erlingur E. Halldórsson.
Reykjavík: Mál og menning.
Deckard, Michael Funk, og Péter Losonczi. 2011. Philosophy Begins in Wonder: An
Introduction to Early Modern Philosophy, Theology, and Science. Eugene: James Clarke
& Co.
Descartes, R. 1679. Les Passions de l ’Ame. Nicolas Le Gras.
Desmond, William. 2012. The William Desmond Reader. Albany: State University of
New York Press.
66 Mikilvægi heildarskilnings dregur á hinn bóginn ekki úr mikilvægi þekkingar á hinu einstaka og
verklegrar kunnáttu. Eða eins og Wendell Berry orðar það: „Ef við ,skiljum hinn sanna undarleika
alheimsins‘ en gleymum því hvernig á að rækta jörðina, hverju erum við þá bættari?“ Sjá Berry
2001: 91.
Hugur 2017-6.indd 48 8/8/2017 5:53:22 PM