Hugur - 01.01.2016, Síða 70

Hugur - 01.01.2016, Síða 70
70 Tryggvi Örn Úlfsson Mikilvægi merkingarheimsins birtist ekki hvað síst í því að í augum Páls snýst öll sannkölluð heimspeki um hann. Í viðtali við Björn Þorsteinsson, sem er birt í við- auka Merkingar og tilgangs, segir hann þannig að á meðan náttúran sé hinn sanni heimur frá sjónarhóli náttúrunnar og undirstaða hinna heimanna og að frá sjón- arhóli hugans sé það hugarheimurinn sem komi fyrst, þá sé merkingarheimurinn hinn sanni heimur frá sjónarhóli heimspekinnar.9 Þessa sérstöðu merkingarheimsins má skilja með því að leiða hugann að þeirri hugmynd Páls að það sé í rauninni merkingarheimurinn sem tengi hina tvo heimana saman. Náttúruheimurinn og hugarheimurinn eru aðeins heimar í krafti merkingar sinnar. Eins og áður segir skilur Páll merkingu sem afmarkaða hluti sem vísa hver til annars, þ.e. það sem hann kallar „tilvísunarkerfi“. En þetta er einmitt líka það sem gerir heima að heimum. Heimur er aðeins heimur ef innan hans birtast afmarkaðir hlutir sem hafa einhver tengsl sín á milli. Þannig má vel skilja að frá sjónarhóli heimspekingsins komi merkingarheimurinn fyrst og sé hinn sanni heimur. Hann er þessi sanni heimur vegna þess að hann tengir saman hina heimana tvo, gefur þeim merkingu og gerir þá þannig að heimum. Þetta er önnur ástæðan fyrir þeim mikilvæga sess sem merkingarheimurinn skipar innan kerfis Páls. Hin ástæðan er mikilvægi merkingarinnar fyrir þær verur sem við erum. Á einum stað í Merkingu og tilgangi segir Páll: Eitt skiptir hvað mestu til skilnings á sjálfum okkur og um leið á því hvernig við mótum gildismat okkar og setjum okkur markmið, sjáum til- gang í lífinu og mótum lífshætti okkar. Það er sú staðreynd að það skiptir óendanlega miklu máli að hafa hlutverk, vera kallaður til ákveðinna verka, vera hugsanlega eins og ómissandi við ákveðnar aðstæður.10 Þetta hlutverk sem við höfum og skiptir svo óendanlega miklu máli fyrir okk- ur er ekkert annað en staður okkar innan merkingarheimsins. Hlutverk okkar er afmörkun okkar innan merkingarheimsins í sambandi sínu við og tilvísun til annarra hlutverka sem aðrir hafa. Þannig er maður til dæmis faðir í afmörkun frá og tilvísun til móður og barna. Fjölskyldan sem gefur lífi föðurins þannig merkingu hefur líka sitt eigið hlutverk innan þess samfélags sem hún tilheyrir og samfélagið sjálft hefur sitt hlutverk, sem verður til í tengslum þess við önnur samfélög og náttúruna sjálfa. Og þar sem þessi hlutverk velta ekki eingöngu á þeim sem gegna þeim, heldur einnig á þeim tilvísunarkerfum sem þau eru hluti af – fjölskyldu, samfélagi, náttúru, o.s.frv. – finnur Páll hér rök gegn hvers konar róttækri sjálfsveruhyggju – og sjálfdæmishyggju – þar sem sjálfsveran er frjáls til að gefa lífi sínu þá merkingu sem henni sýnist. Hér er t.d. að finna rætur ágrein- ings Páls við Jean-Paul Sartre. Hvort tveggja þessara raka – að merkingarheimurinn tengi saman hina tvo heimana og að merkingin sé óendanlega mikilvæg fyrir þær verur sem við erum – eru innblásin af heimspeki Hegels. Hvað fyrri rökin varðar talar Páll sjálfur um 9 Páll Skúlason 2015: 160. 10 Páll Skúlason 2015: 95. Hugur 2017-6.indd 70 8/8/2017 5:53:28 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.