Hugur - 01.01.2016, Page 77
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 77–82
Susan Stebbing
Heimspekingar og stjórnmál1
Inngangur þýðanda
L. Susan Stebbing (1885-1943) var prófessor í heimspeki við Bedford-háskóla
í Lundúnum og fyrsta konan til að gegna stöðu heimspekiprófessors í Bret-
landi. Hún hafði mikil áhrif á þróun rökgreiningarheimspeki þar í landi og
samdi fjölda bóka og greina meðal annars um rökfræði, gagnrýna hugsun,
þekkingu, vísindi, siðfræði og stjórnmál. Nánar er fjallað um Stebbing í grein
Eyju M. Brynjarsdóttur, „Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól: Heim-
speki sem viðbragð við fasisma og öðrum mannskemmandi öflum“, sem birt-
ist í þessu hefti Hugar.
Grein Stebbing sem hér fer á eftir heitir á frummálinu „Philosophers
and Politics“. Hún birtist árið 1939 í breska bókmenntatímaritinu Scrutiny
og var hluti af greinabálki sem bar heitið „The Claims of Politics“ þar sem
níu rithöfundar og fræðimenn voru fengnir til að skrifa um afstöðu sína til
stjórnmála.
Heimspekingar og stjórnmál
Platon sagði fyrir löngu að heimspekingar ættu að verða konungar; aðeins þannig
fyndist lausn á vandamálum borgríkisins, eða ríkisins. Platon sá konungana frekar
fyrir sér við fræðslu en við lagasetningu, en þau vandræði sem framkvæmdavaldið
þarf að glíma við virðast ekki hafa verið honum neitt áhyggjuefni. Hinn gríðarlegi
munur á forn-gríska borgríkinu og hinu nútímalega stórveldi, alvarlegir gallar á
hinu tilbúna ríki Platons og það hve ólík hugmynd hans um lýðræði er hugmynd
okkar um hið sama þarf ekki að þvælast fyrir okkur hér. Ég er ekki meðal þeirra
sem halda því fram að Platon hafi verið fyrsti fasistinn, jafnvel þótt ég gæti ekki
hugsað mér að hafast við í fyrirmyndarborginni. Þó er vel þess virði að spyrja hvort
1 Stebbing, L. S. 1939. Philosophers and politics. Scrutiny 8: 156–163
Hugur 2017-6.indd 77 8/8/2017 5:53:31 PM