Hugur - 01.01.2016, Side 83
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 83–92
Luce Irigaray
Þegar varir okkar tala saman
Inngangur þýðanda
Luce Irigaray er þekktust fyrir heimspeki sína um kynjamismun þar sem
hún beitir óspart sérstakri eftirhermunar- og afbyggingaraðferð, mimesis, í
opinni samræðu við vestræna heimspekihefð í þeim tilgangi að afbyggja og
endurtúlka viðteknar hugmyndir um hið kvenlega. „Þegar varir okkar tala
saman“ er slunginn og margræður texti þar sem höfundur blaðar í tungumál-
inu út frá flöktandi sjónarhorni, slær merkingu hugtaka stöðugt á frest og
skapar nýjar ímyndir í ófyrirsjáanlegri verðandi. Textinn er ljóðrænn en um
leið kröftug afbygging á einkynjaðri orðræðu heimspekinnar um ímynd kon-
unnar sem hið afleidda, undirskipaða kyn. Hann er einnig mótvægi við hina
freudísku hugmynd um konuna sem skort og endurspeglar gagnrýni Luce
Irigaray á einsleika, andmismun og reðurrökmiðjuhugsun í bókum hennar
Skuggsjá hinnar konunnar og Kynið sem ekki er eitt, allt frá kenningum Platons
til Freuds.
Í textanum, eins og svo oft í verkum Luce Irigaray, víkur formfræði tungu-
málsins óspart fyrir formfræði kvenlíkamans sem samanstendur af tveimur
pörum af vörum, annars vegar vörum munnsins og hins vegar skapabörmum.
Hið munnlega samtal tveggja elskenda flæðir óljóslega saman við líkamlegt
og milliliðalaust samtal skapabarma konunnar: Varir sem opnast og lokast,
geta ekki aðskilist og hafa frá upphafi tilheyrt hvor annarri, kvenleikanum.
Þær snertast látlaust og faðmast ákaft án skilyrða og uppgerðar. „Þær segja
– opnar eða lokaðar, án þess að önnur útiloki nokkurn tímann hina – að þær
elski hvor aðra.“ (86) Varirnar snerta hvor aðra og eru snertar hvor af annarri
sem þýðir að báðar eru gerendur og þolendur og láta því ekki einskorða sig við
tvíhyggju vestrænnar hugsunar um geranda/þolanda, virkan/óvirkan og mig/
hinn. Konan er þegar tvær í sjálfu sér og jafnvel fleiri því hún er óendanleg í
opnanleika sínum. Opnanleikinn varðar hið for-hugtakanlega, snertinguna,
hreyfinguna og nándina en einnig orðræðuna, þ.e. margbreytilegt tjáningar-
Hugur 2017-6.indd 83 8/8/2017 5:53:32 PM