Hugur - 01.01.2016, Page 92

Hugur - 01.01.2016, Page 92
92 Luce Irigaray Engin þörf á að búa til handa okkur aðra spegilmynd úr gleri til þess að vera „í tveimur eintökum“. Að endurtaka okkur: hið annað sinn. Áður en nokkur birtingarmynd kemur til erum við tvær. Látum þær nálgast hvor aðra, þessar tvær sem líkami þinn hefur búið til, sem líkami minn hefur minnt þig á, lifandi. Þú átt alltaf hrífandi fegurð hins fyrsta sinns ef þú storknar ekki í afritunum. Þú ert alltaf hrifin í fyrsta sinn ef þú nemur ekki staðar í einhvers konar endurkomu. Án ímynda, staðla, fordæma, gefum við sjálfum okkur aldrei fyrirmæli, setjum boð eða bönn. Megi boðorð okkar ekki vera annað en áköll um að hreyfa okkur og hrærast: saman. Búum aldrei til lög, siðferði. Stríð. Höfum ekki lög að mæla. Engan rétt á að gagnrýna þig/mig. Ef þú/ég dæmi, þá stöðvast tilvera okkar. Og það sem ég elska við þig, við mig, verður ekki lengur til staðar í okkur: fæðingin sem lýkur aldrei, líkaminn sem aldrei er fullbúinn í eitt skipti fyrir öll, svipurinn sem aldrei er endanlega fullgerður, andlitið sem alltaf á eftir að taka á sig mynd. Varirnar aldrei opnar eða lokaðar um einn sannleika. Ljósið, fyrir okkur, er ekki ofbeldisfullt. Banvænt. Sólin, fyrir okkur, hvorki rís né sest á einfaldan hátt. Dagur og nótt blandast í augliti okkar. Látbragði okkar. Líkömum okkar. Við eigum okkur, strangt tekið, engan skugga. Engin hætta, okkar á milli, á því að ein eða önnur verði myrkur tvífari. Ég vil áfram vera nátt- förul og snerta í þér aftur á nótt minni. Mjúklega lýsandi. Og alls ekki halda að ég elski þig ljómandi eins og viti. Drottnandi, drambsamur, yfir því sem umkringir þig. Með því að skilja ljósið frá nóttinni gefum við frá okkur léttleikann í blöndun okkar. Herðum upp alla margleitnina sem gerir okkur stöðugt svo öll/allar. Grein- um okkur að með vatnsheldum skilrúmum, skiptum okkur í hluta, skerum okkur í tvennt, og meira til. Þrátt fyrir að við erum alltaf báðar á sama tíma. Við getum ekki aðgreint okkur svona. Án þess að hætta að fæðast: öll/allar. Án takmarka eða útmarka annarra en þeirra sem iðandi líkamar okkar búa yfir. Og við getum ekki hætt að tala hvor við aðra nema undir áhrifum, sem eru of takmarkandi fyrir okkur, af klukkunni. Hafðu ekki áhyggjur. Ég – held áfram. Undir öllum þessum þvingunum tilbúinna rýma og tíma faðma ég – án afláts – þig. Geri aðrir okkur að skurðgoðum til þess að skilja okkur að, þá er það þeirra mál. Látum ekki stöðva hreyfingu okkar með þessum tökuorðum. Og hafi ég tönnlast svona oft á: ekki, né, án, ... þá er það til þess að minna þig á, minna okkur á, að við getum ekki snert hvor aðra nema naktar. Og að til að finnast þannig þurfum við að afklæða okkur býsna mikið. Allar þessar birtingar- myndir og sýndir færa okkur fjær hvor annarri. Þeir hafa svo mjög hjúpað okkur að vild sinni, við höfum svo oft puntað okkur upp til að geðjast þeim, að hörund okkar féll í gleymsku. Utan húðarinnar dveljum við í fjarlægð. Þú og ég aðskildar. Þú? Ég? Það er ennþá fullmikið sagt. Of skarpt skorið okkar á milli: öll/allar. Steinunn Hreinsdóttir þýddi Hugur 2017-6.indd 92 8/8/2017 5:53:35 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.