Hugur - 01.01.2016, Page 93
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 93–106
Sigríður Þorgeirsdóttir
Rifin klæði Soffíu
Að lesa yfir Heimspeki eða að hlusta á visku hennar1
Um það leyti sem ég var að hefja nám í heimspeki færði móðir mín mér bók að
gjöf. Þetta var eitt af víðlesnustu ritum miðaldaheimspeki, Huggun heimspekinn-
ar eftir Bóethíus (480–524) eða De Consolatione Philosophiae. Titillinn höfðaði
ekki til mín á þeim tíma. Huggun eða hugfró hljómaði of guðfræðilega í mínum
eyrum vegna þess að ég hafði sótt námskeið í guðfræði milli menntaskóla- og
háskólanáms sem hafði í senn heillað mig og gert mig fráhverfa. Sannleikur í
guðfræði birtist mér sem huggandi sannleikur og mitt unga sjálf taldi sig þurfa
frekar á gagnrýni á sannleika að halda. Þá kom heimspekin með sitt opna viðhorf
um að spyrjast gagnrýnið fyrir um það sem þykir sjálfgefið. Við þetta upphaf lífs
míns í heimspeki birtist Huggun heimspekinnar mér ekki eins og hún átti eftir að
gera eftir áratuga kynni við hina vestrænu hefð heimspekinnar. Undrun mín var
ekki lítil þegar ég fletti þessari bók sem hafði eytt áratugum í þögn í bókahillum
og flutningakössum. Þetta er hádramatískt verk sem minnir nokkuð á síðustu
daga Sókratesar. Heimspekingurinn Bóethíus, sem hafði verið í hárri stöðu sem
embættismaður og pólitískur ráðgjafi, bíður dóms og síðar aftöku í stofufangelsi.
Ólíkt Sókratesi hafði hann ekki fengið tækifæri til að halda ræðu sér til málsvarn-
ar við réttarhöld, og hann er aleinn í fangelsinu án vina eða vandamanna á þessum
myrka tíma. Í örvæntingu sinni snýr þessi maður, sem var einn helsti heimspek-
ingur sinnar samtíðar, sér til heimspekinnar til að leita sér huggunar. Ritið hefst
á lýsingu Bóethíusar á því hvernig heimspekin birtist honum sem Heimspeki
(Philosophia), kvengervingur heimspekilegrar visku:
Þar sem ég íhugaði þetta þögull með sjálfum mér og festi á blað með
aðstoð skriffæris harma og raunir, hafði sést standa nærri mér, yfir höfði,
1 Ég þakka kollega mínum Gunnari Harðarsyni fyrir yfirlestur á þessari grein og samræður um
efnið.
Hugur 2017-6.indd 93 8/8/2017 5:53:35 PM