Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 101

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 101
 Rifin klæði Soffíu 101 fyrir málefnum eru forsendur fyrir skapandi hugsun og innsæi í heimspeki. Með túlkun minni á Heimspeki hef ég leitast við að draga fram þætti í fari hennar sem hafa verið vanræktir í túlkunum á Huggun heimspekinnar. Túlkunarsaga texta sýnir okkur hve sögu- og menningarlega skilyrt sýn okkar er hverju sinni. Hún einblínir á eitthvað sem er gagnlegt að gefa gaum að um leið og hún útilokar ann- að. Nú þegar við erum orðin meðvitaðri um samband þekkingar og tilfinninga, greindar og meðvitundar er ástæða til að greina betur þetta samspil. Heimspeki- leg hugsun er skilin hér sem tilfinningaleg hugsun að því leyti að sú þrá og sá ótti sem eru hvatar að hugsun eða fylgifiskar hennar eru viðurkennd sem þættir í hugleiðingunni. Við sem heimspekingar erum líkamlegar verur sem hugsum ekki frá „sjónarhóli sem er hvergi“ (e. „view from nowhere“) heldur í ákveðinni stöðu, frá tilteknu sjónarhorni, með eitthvað í sinni og af einhverri tilfinningu.41 Sagan af Bóethíusi og Heimspeki í fangelsinu er um hann að tala í örvæntingu sinni og hana að ræða við hann og syngja fyrir hann í viðleitni sinni til að hjálpa honum í nauð hans. Sú staða sem Bóethíus hugsar í er á ystu mörkum hins mannlega, en jafnframt er þetta uppmagnað tilfinningalegt ástand allrar heimspekilegrar hugs- unar um líf, dauða, gæfu og ógæfu. Staða Bóethíusar er stækkunargler á stöðu mannsins sem dauðlegrar veru í fallvöltu veraldargengi. Leit inn á við, í líkamann Við upphaf samræðunnar segir Heimspeki við Bóethíus að hann hafi „gleymt sjálfum sér“ og að hann fái „auðveldlega minnið aftur, minnist hann mín frá fyrri tíð“.42 Hún minnir hann á að fræ sannleikans búi djúpt innra með honum sjálf- um. Heimspekingurinn sem viskuleitandi verður þess vegna að beina sýn sinni inn á við, því hjarta hans á sannleika „í fjársjóði hið innra“ og hann er fær um „innra augnatillit“ gagnvart sér sjálfum.43 Þessi sannleikur er samkvæmt Heim- speki „falinn í þykkni líkamans“.44 Samræður Bóethíusar við Heimspeki í fangavistinni hverfast hvorki um að loka á tilfinningar sínar né að láta þær bera sig ofurliði, heldur um að gangast við þeim. Með því að tengja við eigin tilfinningar öðlast hann dýpri skilning á þeim heimspekilegu spurningum sem sækja á hann í samræðu sem hefur það að markmiði að veita honum hugfró. Þess vegna höfðar Heimspeki til tilfinninga hans og liðsinnir honum við að vinna úr þeim. Sú staðreynd að hún syngur, þ.e. notar tónlist, er þessu til staðfestingar vegna þess að tónlist virkar á okkur inn að dýpstu rótum. Heimspeki segir að tónlistin sé þjónustumær í húsi hennar. Tónlist hennar er eins og mild og ljúf næring sem líkami Bóethíusar drekkur í sig til þess að búa sig undir kennslu hennar.45 Heimspeki vill samt að það sé alveg skýrt að söng hennar megi ekki rugla saman við fagurgala skáldgyðjanna 41 Nagel 1989. 42 Boethius 1982: 51. 43 Sama rit: 108, mín þýð. 44 Sama rit: 154, mín þýð. 45 Sama rit: 54. Hugur 2017-6.indd 101 8/8/2017 5:53:38 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.