Hugur - 01.01.2016, Page 105
Rifin klæði Soffíu 105
frá fyrri tíð.64 Þessi fullyrðing á ekki bara við um Bóethíus heldur á hún við um
alla karlhverfa heimspeki eins og hún birtist í kanónu og námsefni akademískrar
heimspeki sem hefur ekki að geyma lesefni eftir konur og fjalla ekki um kynja-
mismun sem er þó fyrirbæri sem gegnsýrir flestar tvenndargreiningar heimspeki
í gegnum tíðina. Heimspekingar hafa að einhverju leyti gleymt hverjir þeir eru
vegna þess að breitt hefur verið yfir upphaf þeirra í visku Heimspeki. Verkefni
heimspekinnar er að minnast upphafs okkar í Heimspeki, og alls sem hún stendur
fyrir og getur enn birst okkur eftir að við höfum kannast við hana á nýjan leik.
Lestur minn á Huggun heimspekinnar er á sérstakan hátt síðbúin viðurkenning
á visku móður minnar. Þegar hún færði mér þessa bók var ég að hefja nám í
heimspeki, fræðigrein sem hún hafði ekki mikla þekkingu á, en henni fannst
sem þessi bók sem hún hafði lesið gæti skipt máli fyrir mig. Þetta innsæi hennar
nær til mín núna þegar ég les þessa bók fyrst af alvöru. Túlkun mín er ekki byggð
á sérþekkingu vegna þess að bæði Bóethíus og heimspeki ármiðalda eru utan
minna sérsviða í heimspeki. Þess vegna les ég Huggun heimspekinnar eins og væri
ég að mæta þessu verki í fyrsta sinn, eins og væri ég byrjandi á nýjan leik, í tilraun
minni til að þekkjast þessa Heimspeki sem við heimspekingar játum ást okkar á
en höfum ekki hirt um að kynnast. Ég hlakka til að lesa þessa bók aftur, ef til vill
við lok minnar heimspekilegu ævi, til að heyra hvað Heimspeki hefur við mig að
segja ef lífsgæfan gefur mér langa ævidaga. Því Heimspeki er, eins og Bóethíus
skrifar, „óþrjótandi af krafti, þrátt fyrir svo háan aldur, að á engan hátt yrði trúað
að hún tilheyrði okkar öld“.65
Heimildir
Arendt, Hannah. 1978. The Life of the Mind. New York: Harcourt.
Arendt, Hannah. 1982. Lectures on Kant’s Political Philosophy. Útg. Ronald Beiner.
Chicago: University of Chicago Press.
Beauvoir, Simone de. 2009. The Second Sex. London: Vintage.
Boethius. 1982. The Consolation of Philosophy. Þýð. V.E. Watts. New York: Penguin.
Gaarder, Jostein. 1995. Veröld Soffíu. Þýð. Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ás-
mundsson. Reykjavík: Mál og menning.
Hehle, Christine. 2012. Boethius’ Influence on German Literature to c. 1500. A
Companion to Boethius in the Middle Ages (bls. 255–318). Ritstj. Noel Harold Kaylor
og Philip Edward Phillips. Leiden, Boston: Brill.
Hössle, Vittorio. 2001. Das Cafe der Toten Philosophen. München: Becks.
Jung, Carl Gustav. 2009. The Red Book. Liber Novus. Útg. Sonu Shamdasani. New
York: W.W. Norton & Co.
Irigaray, Luce. 1985. Speculum of the Other Woman. Þýð. Gillian C. Gill. Ithaca: Cornell
University Press.
Irigaray, Luce. 1993. Sorcerer Love: A Reading of Plato, Symposium, ‘Diotima’s
Speech’. Í An Ethics of Sexual Difference (bls. 20–33). Þýð. C. Burke og G. Gill.
Ithaca: Cornell University Press.
64 Sama rit: 38.
65 Boethius 1982: 35.
Hugur 2017-6.indd 105 8/8/2017 5:53:40 PM