Hugur - 01.01.2016, Síða 120

Hugur - 01.01.2016, Síða 120
120 Sigrún Inga Hrólfsdóttir aðkomu áhorfanda til þess að fullnusta virkni sína. Upplifun af listaverki byggir fyrst og fremst á samskiptum. Sjálfsveran setur þessar kenndir í samhengi við reynslu sína og smíðar þannig hina fagurfræðilegu upplifun. Samtalið er á milli listamanns, listaverks og áhorfanda. Þeirri spurningu er þó enn ósvarað hvernig efni getur haft slík áhrif á andann. Hugtökin „heimur“, „náttúra“ og „umhverfi“ eru allt hjálparhugtök sem að- greina sjálfsveruna frá þeirri heild sem hún hrærist innan. Samkvæmt hlutmið- aðri verufræði er enginn bakgrunnur til, því heildin er eitt samhangandi slím þar sem ekkert tóm er að finna. En hugtökin sem talin voru upp, þau eru til og eru mikilvæg, rétt einsog hugtakið manneskja er mikilvægt til þess að skilgreina þá heild margra þátta, sem hefur þann eiginleika að þróa með sér vitund um eigið sjálf. Hver sjálfsvera hefur nokkuð skýra vitund um það hvað tilheyrir henni og hvað ekki og hvað er aðgengilegt öðrum og hvað tilheyrir hennar innri heimi. Myndlist er tjáningarmáti og aðferðafræði, sem gerir manneskjur meðvitað- ar um umhverfi sitt og samtíma og meðvitaðar um ferli og allar þær óteljandi ákvarðanir sem það kallar á. Myndlist gerir miklar kröfur til þeirra sem hana stunda, vegna þess að í henni er fólginn mikill lærdómur og stúdía um eðli og verkan hins ytri heims í víðri merkingu. Hún er einnig mikil rannsókn á sjálfsver- unni, hinum innri veruleika hvers og eins. Það er vandi að tvinna saman þessa tvo heima og það getur kostað mikil átök. Listirnar vísa stöðugt út fyrir sig, jafnvel þó að þær vinni eftir ákveðnum innri verkferlum. Innan listanna á sér stað stöðug rannsókn sem beinist að lífinu sem heild. Listin sprettur bæði úr fortíð og fram- tíð, en birtingarmyndin á sér stað í núinu. Í listinni er að finna draugagang liðins tíma en einnig anda framtíðarinnar, hins óorðna og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að taka á móti því, hinu óorðna og ókomna, og móta með þeim hætti að allir geti vel við unað. Lokaorð Tíminn mun leiða í ljós hvort kenningin um hlutmiðaða verufræði mun lifa af sem grein innan heimspekinnar eða falla í gleymskunnar dá sem dægurfluga. Fyrirbærið virðist hafa náð ákveðinni útbreiðslu og hefur sannarlega áhrif inn- an myndlistarinnar. Í einhverjum skilningi er þessi heimspeki yrðing á því sem margir, sem lagt hafa stund á myndlist, hafa vitað lengi. Ágiskunin er til. Hugboðið. Yrðing þess ómögulega. Hlutmiðuð verufræði gæti orðið hjálpartæki til þess að kanna heiminn og vit- undina, hvort sem við vinnum innan lista, heimspeki eða vísinda, eða á mörkum alls þessa. Aðferðir listarinnar hafa náð að nálgast margt af því sem vísindin hafa ekki haft möguleika á að snerta. Alla fegurðina, melankólíuna, vandræðaganginn, millibilsástandið og snertinguna við eitthvað sem er titrandi, hið hjartnæma. Það er eitthvert flökt eða blikk sem knýr lífið áfram. Ekkert eitt má ráða, því þá lamast samtalið. Allt er gætt eiginleikanum til þess að skynja og bregðast við, með Hugur 2017-6.indd 120 8/8/2017 5:53:44 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.