Hugur - 01.01.2016, Page 140

Hugur - 01.01.2016, Page 140
140 Eyja M. Brynjarsdóttir lögmæti hennar, eða hvort frumspekilegar staðhæfingar eða frumspekikenningar geti haft einhverja merkingu. Höfnun rökfræðilegra raunhyggjumanna á merk- ingarbærni frumspekilegra staðhæfinga og hin svokallaða málfræðilega beygja (e. linguistic turn), sem átti sér stað sem eins konar þróun í kjölfarið á hugmyndum þeirra nokkru síðar, eru báðar dæmi um frumspekiandúð í rökgreiningarheim- speki. Hreyfingar sem hafa hafnað frumspeki hafa þó vissulega líka sprottið upp í meginlandsheimspeki. Söguna má svo auðvitað rekja aftur til raunhyggjumanna á nýöld. Þrátt fyrir þetta hefur frumspeki verið stunduð innan rökgreiningarheimspeki- hefðarinnar áratugum saman. Hefðin hefur þá verið að einblína á hluti sem lítið hafa virst tengjast raunverulegu lífi fólks eða hafa samfélagslegt gildi, eins og það hvort hlutir séu safn eiginleika sinna eða eitthvað annað og meira, eða hver sé grundvöllur orsakarhugtaksins. En frumspekin hefur líka verið notuð í þágu sam- félagsgagnrýni. Til dæmis hefur verið rýnt í verufræði kyns, kynþátta og annarra félagslegra flokka, auk þess sem forsendur hinna ýmsu félagslegu fyrirbæra hafa verið skoðaðar.55 Nýlega hefur komið fram gagnrýni á það að litið sé á óhlut- bundnar einingar í veruleikanum sem það sem liggi öllu öðru til grundvallar og jafnframt að slíkar grundvallareiningar eigi að vera mikilvægari og merkilegri í frumspekilegum skilningi en það sem er augljóslega samsett af öðru, eins og kyn eða kynþáttur.56 Enn má nefna hræringar í vísindaheimspeki. Saga hennar er um margt áhuga- verð og flókin í þessum efnum og mikið verk væri að gera henni skil svo vel færi á. Eins og geta má sér til um af því sem fram hefur komið hér að framan um pósitívistana á vísindaheimspeki tuttugustu aldar sér þó nokkrar pólitískar rætur, þ.e.a.s. margir af hennar helstu hvatamönnum voru knúnir áfram af hug- myndum um samfélagsumbætur þar sem vísindin gegndu stóru hlutverki. Margt bendir þannig til að þó nokkuð hafi verið um samfélagsgagnrýni og annað slíkt í vísindaheimspeki rökgreiningarheimspekinga fyrstu áratugina. Í greininni „Two Left Turns Make a Right: On the Curious Political Career of North Americ- an Philosophy of Science at Midcentury“57 gerir Don Howard úttekt á þeim breytingum sem hann segir hafa orðið á vísindaheimspeki í Bandaríkjunum um miðja tuttugustu öld. Meðal annars segir hann fjölda greina í vísindaheimspeki- tímaritum þar sem vísindaheimspeki er tengd við siðferðisgildi hafa hrunið mjög skyndilega upp úr miðjum sjötta áratugnum. Hvað nýlega þróun í vísindaheimspeki varðar má til dæmis benda á femíníska vísindaheimspeki sem hefur þróast með blómlegum hætti undanfarna áratugi, bæði í tengslum við þekkingarfræði og sem gagnrýni á ýmsar hliðar vísindasam- félagsins, framkvæmd vísinda og túlkun vísindalegra kenninga og niðurstaðna.58 Eins hefur verið mikil gróska í gagnrýninni umfjöllun um kynþáttahugtakið í 55 Haslanger 2012; Mills 1997; Appiah 1985; 1996. 56 Barnes 2014. 57 Howard 2003. 58 Sjá t.d. Keller 1985; Harding 1986; Longino 1990; Hubbard 1995; Lloyd 2005. Hugur 2017-6.indd 140 8/8/2017 5:53:50 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.