Hugur - 01.01.2016, Page 157

Hugur - 01.01.2016, Page 157
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 157 m1: Miði nr. 1 er tapmiði. m2: Miði nr. 2 er tapmiði. ... m1000: Miði nr. 1000 er tapmiði. v: Einn af þessum miðum er vinningsmiði (ekki tapmiði). En takið nú eftir því að síðasta fullyrðingin er í raun jafngild því að segja að ein af fullyrðingunum þar fyrir ofan sé ósönn. Á táknmáli rökfræðinnar myndum við segja að v ≡ ¬m1 ∨ ¬m2 ∨ ... ∨ ¬m1000. Þessar fullyrðingar eru því ósamrýmanlegar. Regla Lockes leiðir sem sagt til þess að réttlætanlegt geti verið að telja að ósam- rýmanlegar fullyrðingar séu allar sannar. Rökin sem sett eru fram á þessum grunni kveða á um að regla Lockes geti ekki verið rétt vegna þess að hún hafi þessa fjarstæðukenndu afleiðingu. Setja má rökin fram með almennum hætti svona (þar sem m er einhver jákvæð tala sem er lægri en 100): H1. Samkvæmt reglu Lockes er skynsamlegt að hafa þá skoðun að A sé sönn ef skynsamlegt er að leggja meiri en m% trúnað á A. H2. Til er safn ósamrýmanlegra fullyrðinga {A1,...,An} sem er þannig að skynsamlegt er að leggja meiri en m% trúnað á hverja fullyrðingu um sig. H3. Það getur ekki verið skynsamlegt að hafa ósamrýmanlegar skoðanir. H4. Regla Lockes er röng. Hvernig má bregðast við þessum rökum? H1 leiðir af því hvernig regla Lockes er skilgreind og henni verður því ekki haggað. Rökin fyrir H2 eru sömuleiðis traust: happdrættisdæmið sem við tókum (og reyndar mörg önnur dæmi að auki) sýnir fram á að hún sé sönn með óyggjandi hætti. Þeir sem vilja halda í reglu Lockes þurfa því að hafna H3. Áður en við skoðum þessi viðbrögð betur, skulum við snúa okkur að formála- þverstæðunni. Ímyndum okkur að þú sért nýbúinn að skrifa fræðibók, til dæmis um þorskastríðin, sem inniheldur 1000 óskyldar staðhæfingar. Þú ert ábyrgur fræðimaður og hefur því góð og haldbær rök fyrir hverri fullyrðingu, þótt þú viðurkennir að vísu að þú getir hugsanlega haft rangt fyrir þér um hverja og eina þeirra. Segjum sem svo að þetta þýði að það sé skynsamlegt af þér að leggja 99,9% trúnað á hverja fullyrðingu um sig. Þar með telst það skynsamlegt samkvæmt reglu Lockes að hafa þá skoðun að hver og ein fullyrðing sé sönn. En svo áttar þú þig á því að samkvæmt hefðbundinni afleiðslurökfræði leiðir af því að hver og ein af þessum fullyrðingum sé sönn að þær séu allar sannar. Engu að síður er ekki skynsamlegt að leggja mikinn trúnað á að svo sé (enda afar ólíklegt að þú hafir ekki farið með rangt mál einhvers staðar í bókinni, ef til vill fyrir algjöra slysni eða óheppni). Raunar gildir, samkvæmt þeirri meginkenningu bayesískrar þekkingar- fræði að trúnaður eigi að vera í samræmi við lögmál líkindafræðinnar, að þú eigir Hugur 2017-6.indd 157 8/8/2017 5:53:57 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.