Hugur - 01.01.2016, Síða 168

Hugur - 01.01.2016, Síða 168
168 Jóhannes Dagsson auðvelt er að sjá fyrir sér, eru öll nýju en yfirmáluðu verkin sem listamaðurinn þarf að fara í gegnum áður en hann nær réttri útkomu. III. Hugtakið kerfi Nú vík ég aðeins að hugtakinu kerfi.7 Í því samhengi sem hér er til umfjöllunar hefur mest borið á kerfum sem eru háþróuð og flókin eins og t.d. vélum sem hafa möguleikann á gervigreind. Gervigreind er áhugavert dæmi hér vegna þess að þar virðist vera raunverulegur möguleiki á því að kerfi framkvæmi aðgerðir, að eigin frumkvæði, í þeim skilningi að ekki þarf að vera um beina skipun mennsks einstaklings að ræða. Margaret Boden, sem vitnað hefur verið til hér að ofan, hefur einmitt leitast við að sýna fram á að ekkert sé því til fyrirstöðu að tala um vél sem búin er gervigreind sem skapandi geranda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.8 Hugsum okkur að þú fáir sumarvinnu við að setja saman Volvo-bifreiðar. Vinnan felst í því að standa við færibandið og skrúfa 8 mm bolta í rétt gat á grind bifreiðarinnar, sem færibandið færir til þín og stöðvar fyrir framan þig. Þú skrúfar alltaf eins bolta, í eins boltagat. Það eru alltaf jafn margir hringir sem þú þarft að snúa til að boltinn sé fastur. Þú skrúfar 400 bolta á dag, alla daga sumarsins. Við myndum eflaust lýsa vinnu sem þessari sem leiðinlegri, en ekki síður sem kerfisbundinni. Ástæðan er sú að hér er engin, eða allavega mjög lítil, ástæða til að beita sjálfstæðri hugsun. Ef þú aðeins fylgir reglunum, þá leysir þú verkið af hendi á réttan hátt. Þú þarft ekki annað en að gera það sem þú átt að gera, það sem reglan segir til um, og þá gengur allt vel. Þú þarf samt að vera með meðvitund og hugsandi, í þeim skilningi að vera fær um að taka upp boltann og finna rétt gat á grindinni og hætta að snúa þegar boltinn er orðinn fastur. Hérna er það kerfið sem skapar útkomuna, það er ekkert við þitt framlag sem veldur sérstökum blæbrigðum á henni, hver sem er annar gæti skrúfað boltann, jafnvel vél væri fær um það, án þess að nokkur munur væri sjáanlegur. Ég minntist á skák hér að ofan. Þróum það dæmi aðeins lengra. Hugsum okkur að þú sért að tefla. Þú kannt reglurnar og mannganginn. En hér dugar ekki að fara aðeins eftir reglum kerfisins, eitthvað meira þarf til svo að þú náir góðum árangri, það er að segja, til þess að þú hafir betur í henni. Við gætum freistast til að segja að hér þyrfti sjálfstæða og jafnvel skapandi hugsun til þess að ná árangri, við gætum freistast til að halda því fram að kerfið sem slíkt búi aðeins til rammann utan um athafnir þínar, það segi til um hvað má og hvað má ekki, en það ráði ekki útkomunni. Hér verðum við þó að fara varlega. Ákveðin forrit eru jú betri í skák 7 Hinir ýmsu heimspekingar hafa fjallað um kerfi á ótal mismunandi vegu, og af mismunandi ástæðum, í mismunandi samhengi. Kannski væri hægt að verja þá skoðun að heimspeki Descartes fjalli að miklu leyti bara um kerfi, og hvernig beri að skilja þau, og koma fyrir frjálsum vilja innan þeirra. Ég minnist nánast ekkert á þessar þreifingar heimspekinga hér, vegna þess að það sem ég er að leita að í kerfishugmyndinni er mjög sértækt, og hefur aðeins með samanburð við mennska einstaklinga og athafnir þeirra að gera, undir mjög sérstökum kringumstæðum, nefnilega þegar þeir eru skapandi, eða framkvæma skapandi aðgerðir. 8 Sjá t.d. Boden 2010. Hugur 2017-6.indd 168 8/8/2017 5:53:59 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.