Hugur - 01.01.2016, Page 188
Hugur 29/2018 – kallað eftir efni
Hugur, tímarit um heimspeki, lýsir eftir efni í 29. árgang, 2018. Þema
Hugar 2018 verður „Fordómar“.
Efnið má nálgast á ýmsa vegu og ber að túlka vítt. Þannig mætti meðal
annars fjalla um fordóma út frá siðfræðilegu, stjórnspekilegu, hugspeki-
legu og þekkingarfræðilegu sjónarhorni, auk þess sem fjalla mætti um
fordómahugtakið eins og það er notað í túlkunarfræðum. Meðal þeirra
spurninga sem fallið gætu undir þemað eru:
• Hvaða þekkingarfræðilegur munur er á fordómum og venjuleg-
um skoðunum? Geta fordómar talist sannar eða rökstuddar, og
geta þær talist til þekkingar?
• Geta fordómar verið ómeðvitaðir (e. implicit bias)? Eru ómeð-
vitaðir fordómar skárri eða jafnvel verri en meðvitaðir fordómar?
• Hvernig grafa fordómar undan réttlæti og jöfnuði í samfélögum?
Hvaða stjórnspekilegu vandamál koma upp vegna fordóma milli
fólks?
• Hvers vegna og að hvaða marki eru fordómar siðferðilega óverj-
andi? Eru það fordómarnir sem slíkir eða þær gjörðir sem þeir
valda sem eru siðferðilega rangir?
• Hvaða hlutverki gegnir fordómahugtakið í túlkunarfræðum, og
hvernig tengist það hinu hefðbundna fordómahugtaki sem er
notað í daglegu tali?
Efni 29. árgangs afmarkast ekki við þemað. Greinar og þýðingar um
margvísleg heimspekileg efni eru velkomnar. Allar frumsamdar greinar
sem birtast í Hug, hvort sem þær eru utan eða innan þema, fara í gegn-
um nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um birtingu eru teknar á grundvelli
hennar. Viðmiðunarlengd greina er 8000 orð að hámarki. Höfundar eru
hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um frágang sem finna má á Heim-
spekivefnum (mappa undir fyrirsögninni FÁH/Hugur).
Hugur birtir einnig ritdóma um nýlega útkomnar bækur um heim-
speki á íslensku. Hámarksorðafjöldi bókadóma er 2000 orð, en við-
miðunarlengd er 1500 orð.
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2018 er 15. október 2017. Efni skal senda til
ritstjóra, Finns Dellsén, finnurd@gmail.com. Þangað má einnig senda
fyrirspurnir um hvaðeina sem snýr að Hug 2018.
Hugur 2017-6.indd 188 8/8/2017 5:54:30 PM