Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 4
Tafla I.
1935 1936 1937 1938 1939 1940
1000 kg. 1000 kg. 1000 kg. 1000 kg. 1000 kg. O O o
Hveitimjöl 4889 4919 5367 5418 7276 4855
Gerhveiti 222 135 151 144 100 22
Heilhveiti — — — — 58 29
Samtals: 5111 5054 5518 5562 4434 4886
Rúgmjöl 5360 7167 5023 4854 5911 3104
Breytingar á rúgmjölsinnflutningnum frá ári til árs
stafa vafalaust af mismunandi mikilli notkun til skepnu-
fóðurs eftir árferði og heynýtingu, verði og birgðum af
síldarmjöli í landinu. En hveitimjölsinnflutningurinn er
nokkurn veginn jafn frá ári til árs, venjulega um 5000
smálestir á ári.
Hveitinotkun nemur 42 kg. á ári á hvert mannsbarn í
landinu, eða um 118 gr. á dag á mann af hveiti. Ef tekið
er tillit til barnanna, mun láta nærri, að meðalskammtur
fullorðins manns af hveiti sé um 150 gr. á dag, eða um
600 kal. Þetta samsvarar því, að um 1/5 af orku fullorðins
manns sé fengin úr hveiti í einhverju formi, aðallega
brauði og kökum.
Til fróðleiks hefi ég reiknað út kalóríuþörf þjóðar-
innar miðað við manntal 1930, eins og landsmenn skiptust
þá eftir aldri og kynjum. Gert er ráð fyrir 3000 kalórí-
um (hitaeiningum) á dag handa fullorðnum karlmanni.
Sá útreikningur lítur þannig út:
Fjöldi Orkuþörf Kalóríuþörf
samtals pr. dag.
Börn 0—9 ára. 24530 3000 kal. X 0,60 44,154,000
Börn 10—14 ára og allar konur eldri en 14 ára. 48850 3000 kal. X 0,83 121,636,500
Allir karlar eldri en 15 ára. 35481 3000 kal. 106,443,000
Kalóríuþörf pr. dag: 272,233,500
108 Heilbrigt líf'