Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 22
því máli, að fjöldi kvenna var — með feitletruðum fyrir-
sögnum ofandálks — stimplaður portkonur, þótt þær
kunni að sjást með hermönnum. En vitanlega eru fjölda-
margir þeirra menntaðir og vel siðaðir menn.
Því er nú einu sinni svo varið, að aðrar siðferðiskröfur
eru um kynferðislíf kvenna en karla. Það er ætlazt til
skírlífis af ógefnum stúlkum, en síður af einhleypum
karlmönnum á bezta skeiði. Og aldrei hefir annað þekkzt
en, að heimilslausir hermenn í framandi landi væru frek-
ar djarftækir til kvenna.
Ýmsir hafa látið í ljósi þá skoðun, að málinu megi
bjarga með því að koma upp hæli fyrir vandræða-stúlk-
urnar, og eru ærið bjartsýnir um þann árangur. Vitan-
lega er fjarri því, að þetta yrði einhlítt, þótt það kynni
að geta bjargað stöku kvenmanni. En herliðið er hér
kyrrt eftir sem áður og leitar á kvenþjóðina. Aðrar gjá-
lífar stúlkur mundu þá hlaupa í skörðin í stað þeirra, sem
einangraðar yrðu á hæli.
Það er ekki sjáanleg nema ein leið til þess að firra
konur landsins og þjóðfélagið í heild sinni þeirri miklu
hættu, sem nú steðjar að — en það er, að setuliðið flytji
með sér kvenfólk úr sínum eigin löndum.
Herliðið mun nema tugum þúsunda. Til eru kauptún hér
á landi, þar sem hermennirnir eru langsamlega fleiri en
íbúarnir. Hér eru tvö stórveldi á ferðinni, og er ójafn leik-
ur á borði. Er nokkurt vit eða sanngirni í því, að okkar
fámenna þjóðfélag leggi til konur — árum saman— til
kynferðisþarfa þessa fjölda erlendra manna?
Mikil ógæfa vofir yfir þjóðinni. Ekki vegna þess, að
íslenzkar konur séu breyskari en erlendar, heldur vegna
hins mikla fjölda útlendra karlmanna, sem þyrpist inn í
landið til langdvala. Hingað til hefir verið flotið sofandi
að feigðarósi, af hálfu ráðamanna þessa lands — hvað,
sem síðar verður.
126
Heilbrigt líf