Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 111
f) Símskeyti
send gegnum brezka R. K. og stundum C. I. C. R., Genf, er síma-
samband, sem R. K. I. má nota um mikilsvarðandi, persónuleg tíð-
indi, svo sem dánartilkynningar o. fl. Hefir það stundum komið sér
vel, en takmarkanir eru afarmiklar.
g) Stríðsfangahjálp.
R. K. I. gerði fyrirspurn til brezka R. K., hvort hann gæti annazt
milligöngu um sendingar til stríðsfanga í Englandi, og var það auð-
sótt mál skv. nánari reglum. Þetta var svo auglýst, en hefir ekki
verið mikið notað, enda aðrar leiðir til. R. K. I. hefir þó ekki heyrt
annars getið en, að allir bögglar, sem hann hefir sent, og þeir skipta
tugum, hafi komið fram með beztu skilum og öllum aðilum til
ánægju.
h) Mikilsverð aðstoð.
Alþjóða Rauði Krossinn í Genf hefir haft foi'göngu um að leita
uppi týnda menn og koma á milli dánartilkynningum o. fl. Hefir
R. K. í. iðulega bæði veitt og þegið fyrirgreiðslu í þeim málum, og
hafa símskeyti gengið greitt á milli.
2. Heilsuverndarstarfsemi.
a) Sumardvöl barna í sveit.
Eftir nýár 1940 tók R. K. I. upp það starf að annast milligöngu
milli foreldra hér í bænum, sem vildu koma börnum í sveit
og sveitaheimila, sem vildu taka börn til sumardvalar. Þessi starf-
semi var í upphafi ekki hugsuð öðruvísi. En svo kom hernámið til
sögunnai', og voru þá ríkari ástæður til þess en áður að flytja sem
flest börn úr bænum. —
Þá var það, að Barnaverndarráð og R. K. I. sneru sér til sam-
starfs með ýmsum öðrum líknarfélögum bæjarins, sem höfðu haft
með höndum að útvega börnum holla sumardvöl. Þessari mála-
leitun var vel tekið, sameiginleg 9 manna nefnd skipuð með Þor-
steini Sch. Thorsteinson lyfsala sem formanni og ásamt honum í
framkvæmdanefnd Sig. Thorlacius frá R. K. í. og Arngr. Kristjáns-
son frá Barnaverndarráði íslands.
Þar eð svörin komu allt of dræmt úr sveitunum, voru menn
sendir út um sveitir til að útvega dvalarstaði, auk þess sem
dvalarheimili voru sett upp á 8 stöðum. Með því móti tókst að
fullnægja eftirspurninni, og vel það, því að nokkur sveitaheimili
Heilbrigt líf
215