Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 49
ingu þá, sem brennisteinninn veitti, hinum gagnslausu
inntökum og hægðalyfjum eða „búkhreinsunum“ eins og
notkun þeirra var nefnd á þeim tímum.
í Lækningabók Jónassens (1884) skiptir alveg um.
Læknisfræðin hafði þá öðlazt þekkingu á uppruna og
eðli sjúkdómsins. Lýsing hans á sjúkdómnum er prýði-
lega skrifuð og hin ljósasta, og gæti næstum óbreytt staðið
í læknisfræðibókum vorra daga.
Að vísu er lækning þessa sjúkdóms tiltölulega einföld
og sjúkdómurinn venjulega fljótlæknaður, ef sjúklingur-
inn getur framfylgt þeim reglum, sem læknirinn gefur
honum. Samt sem áður, er þó oft við ýmsa erfiðleika að
etja, og hefir það ekki hvað sízt komið í ljós hér í Reykja-
vík í núverandi kláðafaraldri.
Það er auðvelt fyrir lækni að segja 5—6 barna móð-
ur, að hún skuli baða börnin, nota lyfin eftir föstum
reglum, (sem er tafsamt verk og krefst vandvirkni og
góðs tíma), síðan baða börnin aftur og skipta að öllu
leyti um nærföt og sængurfatnað. Ef þar við bætist,
að fleiri eða færri fullorðnir á heimilinu þarfnast sömu
meðferðar, þá er auðsætt mál, að hér er ekki ávallt um
áhlaupaverk að ræða. Baðtæki munu aðeins vera hér í
bæ í litlum hluta allra íbúða bæjarins, og þó þau séu fyrir
hendi vantar einatt heita vatnið. Þar að auki er svo
ástatt fyrir fjölda heimila hér í Reykjavík, þar sem e. t. v.
eru stórir barnahópar, að húsmóðirin á ekki til skiptanna
nærfatnað og lín handa allri fjölskyldunni samtímis. Af-
leiðingin af þessu er þá sú, að lækningin tekst ekki nema
til hálfs. Dýr lyf og mikil fyrirhöfn fara forgörðum.
Slíkar endurteknar, en misheppnaðar lækningatilraunir
eru mikil áreynsla og umstang fyrir húsmóður, sem
venjulega hefir nógum öðrum störfum að gegna. Oft fer
það líka svo, að hún uppgefst að lokum alveg, og missir
Heilbrigt líf
153