Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 18
])ví að bæta aðeins Bi út í mjölið. B2 er líka í korninu og
sennilega eru fleiri þættir B-fjörvisins æskilegir fyrir
manninn, þótt við getum verið án þeirra. Vafalaust er, að
hár ýmissa dýra grána, ef þau vantar sérstakan þátt af
B-fjörvi, og ekki er ósennilegt, að sama gildi um mann-
inn. Þess vegna væri vafalaust öruggara að hafa allt korn-
ið heldur en að láta sér nægja Bt.
f Danmörku hefir verið stungið upp á því að marg-
falda gerið í brauðið til þess að auka B-fjörvimagn þess.
En vafasamt er, hvort unnt er að bæta með góðu móti svo
miklu geri í brauðið, að það komi að fullu gagni, enda
hafa þær þjóðir, sem lögleitt hafa umbætur á brauðinu,
ekki farið þá leiðina.
Önnur leið, sem ré'tt væri að taka til athugunar hér, er
sú, hvort ekki væri hægt að nota undanrennu saman við
brauðin til þess að gera þau verðmætari. f undanrenn-
unni er bæði Bi og B2, en auk þess riboflavin, sem er sér-
stakur þáttur af B-fjörvi, er maðurinn þarfnast. Enn-
fremur eru dýrmæt eggjahvítuefni í undanrennunni, þar
á meðal lysin, sem er svo nauðsynlegt til vaxtar, en vant-
ar í brauðkornið. Það væri því mikill ávinningur, ef unnt
væri að nota undanrennuna í brauðin. Til þess eru aðal-
lega tvær leiðir: Annað hvort að nota undanrennuna eins
og hún kemur fyrir, sem sennilega yrði töluverðum örð-
ugleikum bundið, en þó e. t. v. ekki ókleift. Eða þá að
fara hina leiðina, sem yrði auðveldari fyrir bakarana, en
það er að framleiða þurrmjólkurduft úr undanrennunni.
í þurrmjólk myndi brauðinu, auk þess sem nefnt er, bæt-
ast kalk í því formi, sem líkamanum notast það bezt,
nefnilega bundið við eggjahvítu.
Þessar tillögur, sem hér hafa verið gerðar, eru aðeins
bendingar. En málið er þess vert, að því sé gaumur gef-
inn, enda hefir manneldisráð ríkisins þegar veitt því at-
hygli, og má búast við ákveðnum tillögum frá því, þegar
122
Heilbrigt líf