Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 98
BÆKU R
JÓHANN SÆMUNDSSON: MANNSLÍKAMINN
OG STÖRF HANS. Bókaútg-áfa Menningarsjóðs.
Rvík 1940.
í þessu merka riti lýsir höfundurinn tveim greinum læknisfræð-
innar, sem sé líffærafræði (anatomi) og lífeðlisfræði (fysiologi).
Hin fyrr talda fjallar um gerð og sköpulag allra líkamsparta, en í
lífeðlisfræðinni er lýst með hvaða hætti líffærin vinna störf sín í
þágu líkamans. Þessum fræðigreinum er furðu lítill sómi sýndur
við almenna fræðslu skólanna. Og þó að flestir hugsi mikið um
sjálfan sig, þá er búskapnum í líkamanum svo einkennilega háttað,
að fæst af því, sem þar gerist, kemst til vitundar mannsins. Hve
margir gera sér t. d. Ijóst, að hjartað dælir 8000 litrum af blóði á
sólarhring? Og enn meir við erfiði. Höf. hefir færzt í fang það
mikla verkefni að lýsa hvoru tveggja —■ gerð og lögun allra líffæra,
og hvernig þau vinna verk sín í heilbrigðum líkama. Hér er ekki á
ferðinni sú grein læknisfræðinnar, sem nefnist heilbrigðisfræði
(hygiejne). En þó víkur höf. sums staðar að þeim atriðum, þar sem
sérstaklega tilefni gefst, t. d. í kaflanum um tennur, húð og víðar.
Gerir þetta ritið aðgengilegra og auðveldara aflestrar, enda fjarri
því, að hér séu þuri' fræði á ferðinni.
Það er tvennt ólíkt að semja rit fyrir fræðimenn eða leikmenn.
I því, sem ætlað er leikmönnum þarf að vinza úr aðalatriði, meta
það, sem máli skiptir, og vera sífellt á varðbergi um framsetning
efnisins, svo að ekkert þurfi að fara fyrir ofan garð og neðan hjá
lesanda, sem óvanur er efninu. Höf. g-etur þess t. d. í þessu sam-
bandi, að í mannslíkamanum séu rúmlega 300 vöðvar, stórir og
smáir. Læknar læra allt um gerð þeirra og uppruna, hvar þeir fest-
ast á beinin, og ætlunarverk, enda hefir hver einasti vöðvi sérstakt
heiti. í þessu riti hefir höf. alveg horfið frá að lýsa hverjum ein-
stökum vöðva, og er þetta dæmi um, hve mikið ber á milli þeim rit-
um, sem alþýðleg eru, og þeim, sem samin eru handa fræðimönnum.
202
Heilbrigt llf