Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 61
19—22), og litlu eða engu betri eru lýsingar sumra lækn-
anna á húsakynnum fátæks fólks í héruSum þeirra fyrstu
árin eftir aldamótin, og telja þó flestir að framför sé orð-
in frá því, sem áður var. En fæstum datt í hug, að þessi
húsakynni og þetta þröngbýli skipti máli um útbreiðslu
holdsveikinnar. Þótt ekkert náttúrulækningafélag væri þá,
til þess að upplýsa fólkið, voru karlarnir á sömu „línu“
og það er nú, einblíndu á matinn og kenndu röngu matar-
æði um sjúkdóminn. Þá var súra smjörið og fiskætið haft
fyrir sökum, einkanlega feitt heilagfiski. Það var nú
þeirra tíma næringarefnafræði. Hún mun nú orðin úrelt.
í stað þess kenna nú næringarefnafræðingarnir í Náttúru-
lækningafélaginu hveiti og sykri um krabbamein. „Línan“
stefnir í sömu áttina, og framförin er vafasöm.
1 augum nútímamanna, sem ekki eru stirðnaðir í ófrjó-
um kreddukenningum, er það síður en svo furðuefni, að
kvillar alls konar og sjúkdómar lifðu góðu lífi í þessum
húsakynnum. Hitt er í þeirra augum furðulegra, að fjöldi
fólks skyldi lifa alla ævina við svona aðbúð, án þess að
verða fyrir tilfinnanlegu heilsutjóni. Ég sé ekki aðra lík-
legri skýringu á þessu en annars vegar þann fádæma að-
lögunarhæfileika, sem manninum er gefinn, hins vegar
þá landhreinsun, ef svo mætti að orði kveða, sem ung-
barnadauðinn og farsóttirnar gerðu, með því að drepa
þorrann af miður hraustgerðum börnum og veikluðu fólki
og lasburða, svo að flest af fólkinu, sem slapp óskemmt
frá ungbarnameðferðinni og farsóttunum, mátti heita
ódrepandi. Kem ég nánar að þessu síðar.
Hreinlæti innanhúss. — Líkamsræsting.
Óþrifnaðurinn var nátengdur þessum húsakynnum í
tvenns konar skilningi: Annars vegar var það vonlaust
verk að ætla sér að halda þeim hreinum, eins og öllum
má vera auðsætt. Hins vegar vöndust menn svo hinum
Heilbrigt líf
165