Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 63
■er hvorki sullaveiki né óþrifum útrýmt til fulls enn, en
mikill er samt munurinn frá því, sem var.
TJ tanhússþrifnaður.
Um utanhússþrifnað er hér ekki unnt að geta meira en
rétt að drepa á stöku atriði, en hann var að sínu leyti
svipaður og þrifnaðurinn innanhúss. Algengt var að hella
þvagi, soði, skolpi o. þ. h. í hlaðvarpann rétt fram undan
bæjardyrum, þar sem engin var fráræslan, en væri hún
nokkur, var hún oftast opinn tréstokkur, sem lá út gegn-
um vegg og í hlandfor rétt fyrir utan, svo að þefinn það-
an lagði inn í bæinn, a. m. k. þegar vindur stóð af forinni.
Vatnsból voru ýmist lækir eða brunnar; voru brunnarn-
ir stundum opnir og oftast grunnir og illa um þá búið, og
oft illa um þá gengið. Þegar næmir sjúkdómar voru á
heimilinu, hafa sýklar vafalaust oft borizt í vatnsbólin,
t. d. taugaveikisýklar, og í matvælin, sem einatt var fjall-
að um með óhreinum höndum, bæði af búrkonu og neyt-
endum. Utan- og innanhússþrifnaði er enn víða ábóta
vant, svo í bæjum sem sveitum, en flest hefir þó breytzt
afarmikið til batnaðar. Auk kolareyksins, sem stafar af
hitun húsa, og nokkur óþægindi eru að í bæjum úti við, í
hægviðri á vetrum, og Reykvíkingar væru nú orðnir lausir
við, ef allt hefði farið með felldu, er það aðeins eitt, sem
meiri óþrif eru að í bæjum og hættulegri nú á dögum en
átti sér eða á sér stað í sveitum: Það er rykið, sem bílar
og vindar þyrla upp þegar þurrkar ganga og spillir and-
rúmsloftinu og fyllir öll vit, svo að bæði stafa óþægindi
og hætta af. Er undarlegt, að ekkert skuli vera reynt að
gera til þess að vinna bug á þeim óþrifnaði. Að öllu öðru
leyti hafa orðið svo miklar framfarir í hreinlæti, að ekki
verður efast um, að sjúkdómar og kvillar, sem eiga að
meira eða minna leyti rætur að rekja til óþrifnaðar, hafi
verið miklu tíðari fyrr en nú, og er það að vísu alveg
Heilbrigt líf
167