Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 85
Tvö nýfundin B-vítamín vekja á sér sérstaka eftirtekt
vegna þess að þau valda miklu um útlit og fríðleik. Það
eru hæi’u- og s/caiia-vítamínin. Norskir vísindamenn, dr.
Gulbrand Lunde og dr. H. Kringstad, tóku eftir því 1938,
að svartar rottur, hundar og silfurrefir urðu gráhærðir,
ef ófullkomið B-fjörvi var í fóðrinu. En hárið dökknaði
jafnharðan, ef skepnunum var gefin lifur og ger, sem
hafa í sér alls konar B-fjörvi. Það mun vera para-amino-
bensósýra í gerinu, sem verkar þannig á hárin. Skalla-
vítamínið er efnið inositol, sem er sama efnið og vöðva-
sykur. Það fær hár til að spretta á sköllótta bletti.
Menn gerast gráhærðir og gishærðir eða sköllóttir, þeg-
ar hallar á ævina og líkamsþróttur fer að bila — eða jafn-
vel fyrr, og hafa af því eigi litlar áhyggjur. Enga vísinda-
lega skýringu hafa menn á því, að ellin færist yfir. Því
er mannsævin ekki helmingi lengri en raun ber vitni ? Eng-
inn hefir vitað það hingað til. En, hver veit nema að þessi
nýfundnu B-vítamín leysi þá gátu. Vel kann að vera, að
ynginguna verði að finna í þeim flokki fjörefnanna.
Eitt furðulegasta B-vítamínið nefnist Biotin og virðist
undirstaðan að öllu jurta- og dýralífi á jörðunni. 1 mold
eru bakteríur, sem hjálpa plöntunum til þess að tileinka
sér köfnunarefni. En moldarbakteríurnar dafna ekki
nema þær nái í biotín. Allt er þetta saman „knýtt sem
keðja“: B-fjörvið biotín, bakteríurnar, jurtagróðurinn og
dýralífið. Biotín ber því nafn með rentu (bios = líf).
Mikið er rætt og ritað um mataræði nú á dögum, og er
ekki að furða þó margur kunni nú að spyrja, hvaða matar
menn eigi helzt að neyta til þess að verða þessara dýr-
mætu B-vítamína aðnjótandi. En, þótt nokkur þeirra hafi
verið upp talin, eru þó önnur ótalin, og hugsa menn að
B-flokkurinn nemi a. m. k. 16 vítamínum. Þessi fjörefni
eru í ríkulegustum mæli í lifur og geri, en ennfremur í
hýði hrísgrjóna og fleiri kornmatar, sykurreyrs og jarð-
Heilbrigt líf
189