Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 12
sinni til tvisvar í viku og eta mikið kjöt. En svo virðist
sem hjá öllum almenningi hljóti að verða áhöld um, hvort
þessari þörf verði fullnægt með því fæði, sem hér tíðkast.
Og aðgætancli er, að líkaminn getur ekki safnað að sér
neinum forða af B-fjörvi, svo að sláturátið á haustin get-
ur ekki komið í veg fyrir B-skort til lengdar.
Hins vegar er á það að líta, að beriberi, sem stafar af
B-fjörviskorti, er sjaldgæfur sjúkdómur hér, þótt hann
komi fyrir. Margt bendir til, að eitthvað þurfi meira til
en B-fjörviskortinn, til þess að menn fái beriberi. B-
f jörviskorturinn getur gert vart við sig með ýmsu öðru
móti, svo að jafnvel læknar vara sig iðulega ekki á því,
t. d. með lystarleysi, hægðatregðu, ýmsum meltingartrufl-
unum og taugaóstyrk, og það er nú orðið almennt viður-
kennt, að lamanir ofdrykkjumanna, sem áfenginu hefir
hingað til verið kennt um (polyneuritis alcoholica), stafa
af B-skorti, vegna þess að menn þessir hafa um lengri
tíma lítið nærzt á öðru en áfengi. Þá verður B-skortur-
inn í algleymingi og lamar hendur og fætur.
Því miður er afar erfitt að ganga úr skugga um B-
fjörvibúskap mannsins, nema fram komi áberandi ein-
kenni B-skorts. Þótt menn þekki samsetninguna á Bi og
B2, er miklum erfiðleikum bundið að rannsaka hjá lif-
andi mönnum, hvort þeir hafi nóg B-fjörvi í blóði sínu
og líkamsvefjum. En með því að rannsaka fæði manna
og reikna út, hve mikið B-fjörvi þeir hafa fengið, hefir
verið reynt að gera sér grein fyrir B-fjörvibúskap manna
meðal ýmissa þjóða. Talið er, að ungbörn þurfi 50 ein. á
dag, börn og fullorðnir frá 135 og upp í 700 ein. á dag.
Nú eru menn almennt farnir að reikna með því, að full-
orðinn maður þurfi um 400 ein. á dag, en mest er þörfin
hjá konum, sem eru barnshafandi eða hafa barn á brjósti.
Þær þurfa 600—700 einingar á dag.
Margt bendir til þess, að skortur á B-fjörvi sé yfirleitt
116 Heilbrigt líf