Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 33
varasöm á sama hátt og uppgangur berklaveikra.
Verður því ávallt að fara mjög gætilega með útferð
þessa og búa vel um sárin. Umbúðir frá slíkum sár-
um er bezt að brenna jafnskjótt og þeim hefir verið
skipt, og sárin verður ætíð að hreinsa vandlega.
Útvortis berklaveiki er ekki smitandi, nema útferð
komi úr sári eða fistli. Berklaveiki í eitlum, liðum og
beinum er tiltölulega algeng. Sé berklabólgan aðeins bund-
in við liðinn eða beinið og hafi enga framrás, gang eða
fistil, þá er talað um lokaða eða innilukta berkla, til að-
greiningar frá opnum berklum. En þannig er sjúkdómur-
inn nefndur, ef sýklamenguð útferð berst út úr líkaman-
um, hvort sem hún á upptök sín í lungum, nýrum, görn-
um eða útlimum.
Útvortis berklar eru þannig oft lokaðir og því ekki
smitandi, og er mjög auðvelt að sannfæra sig um slíkt.
En erfiðara getur verið að ákveða um það við berkla í
lungum.
Það er ekki óalgengt að heyra, að þessi eða hinn sé með
lokaða lungnaberkla, þ. e., að hann hafi berklaveiki í lung-
um, en sé ekki smitandi. Hefir hann þá annað hvort eng-
an uppgang eða berklasýklar finnast ekki í uppgangin-
um. Greining þessi er harla óviss, en er vitanlega
mjög þýðingarmikil fyrir sjúklingana og allt umhverfi
þeirra, enda leggja þeir mikið upp úr henni. Reynsla
síðari ára hefir leitt í ljós þá sorglegu staðreynd, að öll-
um úrskurðum hér að lútandi er varlega treystandi, ef
um virka berklaveiki er á annað borð að ræða, og sízt til
langframa. Þeir, sem með meiri eða minni rökum eru tald-
ir hafa lokaða lungnaberkla, geta smitað út frá sér, er
minnst vonum varir. Lítils háttar ofkæling, áreynsla eða
lungnakvef verður iðulega til þess, að lokuð ígerð í lung-
unum opnist út í lungnapípurnar (sár í lungum, hola í
Heilbrigt líf
137