Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 44
Hannes Guðmundsson,
sérfræðingur i hffðsjúkdómum:
KLÁÐI (SCABIES)
Sjúkdómur þessi hefir verið landlægur hér öldum sam-
an. Síðastliðið ár hafa verið meiri brögð að honum í
Reykjavík og víða í sveitum landsins, en dæmi hafa ver-
ið til um langt árabil. Telja má víst, aö á síðasta ári og
það, sem af er þessu ári, hafi nokkrar þúsundir lands-
manna, bæði börn og fullorðnir, tekið sjúkdóminn, enda
er það gömul reynsla, að kláði kemur í faröldrum, sem
standa yfir í eitt eða fleiri ár, en dvína svo og gera lítið
vart við sig þess á milli.
Sjúkdómi þessum veldur örlítill maur, sarcoptes scabiei.
Kláðamaurinn lifir nálega eingöngu á mönnum.1) Hann
er svo smávaxinn, að hann sést vart með berum augum,
en í góðu stækkunargleri eða sjónauka sést vel lögun hans
og hreyfingar. Kvenmaurarnir eru nærri helmingi stærri
en karlmaurarnir. Þeir eru egglaga, alsettir broddum og
bittöngum fram úr hausnum. Bittengur þessar notar
maurinn til þess að grafa sér göng og holur ofan í þekju
húðarinnar (2. mynd).
Árið 1834 tókst korsikönskum stúdent, Renucci að nafni,
að sanna, að hægt er að ná lifandi maurnum upp úr þess-
um göngum með beittum nálaroddi. Eftir það gátu lækn-
ar fyrst kynnt sér til hlítar eðli sjúkdómsins.
1) Til eru margar aðrar skyldar maurategundir, svo sem psorop-
tes communis, sem leggst einkum á sauðfé og veldur hinum ill-
ræmda fjárkláða, sem kunnur er hér á landi. Lika má nefna
Chorioptes communis, sem leggst á hesta og nautpening, o. m. fl.
148
Heilbrigt líf