Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 11
á ári, eða 41666 alþj.ein. á hvert mannsbarn yfir árið, eða
111 alþj.ein. á dag, sem hver maður í landinu myndi fá
meira af Bi-fjörvi, ef notað væri heilhveiti.
Auðsætt er, að miklu máli skiptir, hvort menn eru svipt-
ir þessum dýrmætasta þætti kornsins eða ekki, þar sem
einmitt er útlit fyrir, að fjöldi fólks fái ekki nægju sína
af B-fjörvi.
Er hætt við heilsutjóni af B-fjörviskorti brauðsins?
Töluvert hefir verið um þetta atriði deilt, einnig hér á
landi, og snýst deilan aðallega um hveitið, því að rúg-
mjölið missir minna af næringargildi kornsins.
B-fjörvið er margþætt, a. m. k. sex þættir í því, sem
eru ólíkir hver öðrum, en maðurinn þarf umfram allt tvo
þætti þess, Bi og B2, sem báðir eru í frjói kornsins. Tal-
ið hefir verið, að ca. 300 gr. af brauði mundu nægja til
að sjá manninum fyrir brýnustu B-þörf hans, ef hann
fengi heilmalað korn. í seinni tíð hallast menn þó að því,
að þetta muni vera fulllítill skammtur, og vissara sé að
ætla manninum meiri skammt af B-fjörvi.
Ef maðurinn etur hveitibrauð — eða brauð úr síuðu
rúgmjöli, sem einnig er B-fjörvilaust — og neytir auk
þess mikils af fitu, t. d. mikils af smjöri eða smjörlíki, og
ef til vill meira eða minna af sykri (í kaffi, kökum o. s.
frv.), þá er hætt við, að hann geti ekki neytt svo mikils
af öðrum matartegundum, svo sem kjöti, mjólk og kar-
töflum, að hann fái B-þörf sinni fullnægt.
Ef við reiknum með því, að menn, sem vinna erfiðis-
vinnu, fái um 30—40% af orkugildi fæðunnar í brauði,
og ef um þriðjungur fæðunnar er alveg B-f jörvilaust, er
eins og gefur að skilja mun hættara við B-skorti, því að
minna má þá út af bera, til þess að nóg fáist af því í öðr-
um mat. Þeim mönnum er síður hætt við B-skorti, sem
neyta daglega eins eða fleiri eggja, fá kindalifur einu
Heilbrigt líf
115