Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 30
Mun slíkt hafa átt sér stað hér á landi. Mjólk frá
berklaveikum nautgripum er að sjálfsögðu stórhættu-
leg til neyzlu. Gildir þar einu, hvort gripurinn er smit-
aður og sýktur af manna- eða nautaberkla-sýklinum.
Ber því ávallt að farga slíkum gripum.
3) Fuglaberkla-sýkillinn (typus gallinaceus). Þessi teg-
und sýkla kemur aðeins fyrir í fuglum, t. d. hænsnum,
og er álitin skaðlaus mönnum. Þó eru dæmi til þess,
að menn hafi smitazt af berklaveikum páfagaukum.
4) Berklasýkill fiska og annarra dýra með köldu blóði
(typus piscinus) er með öllu skaðlaus mönnum. Sýk-
ill þessi finnst í fiskum, slöngum og froskum.
Berklasýkillinn er mjög lífseigur. Hann þolir betur
ýmis ytri áhrif en aðrir sýklar skyldir honum. I dimmum
íbúðum, sem aldrei njóta sólarljóssins, og þar sem dags-
birta er af skornum skammti, er talið, að sýklarnir geti
haldizt lifandi 1—2 ár. Þó hefir mjög sjaldan tekizt að
finna lifandi berklasýkla í uppgangi berklaveikra, sem
legið hefir og þornað svo mánuðum skiptir. Sterkt og
bjart sólskin drepur sýklana á nokkrum klukkustundum.
En sólskin, sem hefir farið gegnum þunnt gler, t. d.
gluggarúðu, þarf lengri tíma, því að glerið veitir áhrifa-
mestu geislunum, hinum svonefndu útfjólubláu geislum,
meira eða minna viðnám. Sólarlaus dagsbirta drepur sýkl-
ana á nokkrum dögum, nema þeir séu í þykkum hrákum.
Gott og hreint loft, sem endurnýjast stöðugt, hefir einnig
mjög fljótt veikjandi áhrif á kraft sýklanna, og minnkar
að sama skapi sýkingarhættan af þeim. Rotnun þola þeir
vel. Berklasýklar í hrákum geta haldizt lifandi hátt upp
í 1 ár, ef hrákarnir liggja í vatni eða bleytu og þorna
ekki upp. Kulda þola sýklarnir einnig vel. Frost allt að
10° og snjó þola þeir vikum saman. Hita þola þeir verr.
Við 70° hita á C. drepast þeir á tuttugu mínútum, og við
134
Heilbrigt líf