Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 20
RITSTJORASPJALL
SiSferSísmál. Eftir því umtali og ýmsum blaSagreinum,.
sem birzt hafa nýveriS, virSist sem mönn-
um hafi komiS á óvart, aS ýmsar stúlkur hafa reynzt miS-
ur sterkar á svellinu í viSskiptum við erlenda hermenn.
Út af þessu hefir kvenþjóðin í heild sinni orðið fyrir ómak-
legum dómum, þótt vitanlegt sé, að allur þorri af kven-
fólki höfuðstaðarins lifir jafn heiSarlegu lífi og áður en
herliðið settist hér að. En því ber ekki að neita, að vort
fámenna bæjarfélag hlýtur að gjalda þungt afhroð á sið-
ferði vegna hrösunar margra ungra kvenna um þessar
mundir.
Hér er vitanlega ekki neitt nýtt fyrirbrigði á ferðinni.
Þessi vandræði hafa á öllum tímum komið í kjölfar setu-
liða. I nútíma herliði eru yfirleitt vel aldir og vel klæddir
æskumenn á léttasta skeiði, fullir af fjöri, og með ríkar
kynhvatir. Þessir menn eru heimilislausir og hafa ekkert
við að vera í frístundum sínum. Þeir eru áleitnir, og bíða
því miklar freistingar óstaðföstum stúlkum. I Bretlandi
mun líka vera nokkur reynsla í þessu efni. Þar er saman
kominn fjöldi herliðs úr mörgum þjóðlöndum, og skapar
það áhyggjur líkt og hér, enda eru konur að jafnaði ný-
næmar, og aðhyllast oft útlendinga. En vitanlega gætir
þessa síður hjá milljóna-þjóð, en í fámenninu hér á
landi.
Þeir, sem fyllast vandlætingu út af framferði port-
124 Heilbrigt líf