Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 32
og jafnvel börn leika sér og skríða. Á þetta eigi að-
eins við berklasjúklinga, heldur allan almenning, því
að það getur eigi talizt til almenns velsæmis að
hrækja og skyrpa frá sér í allar áttir, hvort sem er
úti eða inni, enda er á þann hátt hægt að útbreiða
fjölda sjúkdóma aðra en berklaveiki. Þegar hóstað
er, ber ávallt að gæta þess, að úðinn frá hóstanum
berist sem stytzt, með því að halda vasaklút fyrir
vitum sér.
2) Með saur:
Kingi sjúklingurinn hrákum sínum, berast sýklarn-
ir niður um maga og garnir og koma fram 1 saurn-
um. Saltsýra magans verkar þó mjög lamandi á sýkl-
ana og tortímir sjálfsagt mörgum þeirra. Skal því
farið sem gætilegast með saur slíkra sjúklinga og
hann helzt sótthreinsaður, nema frárennsli sé gott.
Berklasjúklingar skulu forðast að gleypa hráka sína,
því að uppgangur, mengaður sýklum, getur valdið
því, að berklasár myndist í görnum og endaþarmi.
3) Með þvagi:
Sýklarnir geta borizt frá sjúklingnum með þvaginu,
og á það sér stað við berklaveiki í nýrum, þvaggöng-
um eða þvagblöðru. Og berklaveiki er ekki sjaldgæf í
þessum líffærum. Verður því að gæta sömu varfærni
með þvagið og saurinn.
4) Með útferð úr berklasárum:
Sýklarnir geta borizt frá berklasárum í húðinni eða
opnum útvortis berklum. Er þá um að ræða húð-
berkla eða berklaveiki í eitlum, liðum og beinum.
Berklabólga í sýktu líffæri veldur ígerð, sem brýtur
sér oft leið út úr líkamanum. Myndast þannig styttri
eða lengri gangur út á yfirborðið (fistill), og seytl-
ar þar út meiri eða minni vilsa eða gröftur, sem get-
ur verið mengaður berklasýklum. Útferð þessi er þá
136
Heilbrigt líf