Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 10
Kalk
Fosfór
Járn .
Síað mjöl
gr. pr. kg.
0,23
1,50
0,01
Ósíað mjöl
gr. pr. kg.
0,41
3,50
0,05
Nú er talið, að maðurinn þurfi %—1 gr. af kalki á dag,
af fosfór 1—2 gr. og 0,015 gr. af járni. Til þess að fá
nægju sína af þessum söltum, þyrfti fullorðinn mað-
ur að neyta 1—2 kg. af hveitibrauði úr heilmöluðu hveiti
til þess að fá nóg kalk, 300—600 gr. af sama brauði til
þess að fá nægan fosfór og gæti aðeins sloppið með 300
gr. til þess að fá nóg af járni. Brauðið verður því ávallt
of kalklítið. En, ef hveitið er hvítt og síað, eins og nú er
almennt notað, verður líka of lítið af járni í brauðinu.
Verst er að missa B-fjörvið úr brauðinu. En með hin-
um nýju mölunaraðferðum, sem teknar voru upp fyrir
um 70 árum, og eru í því fólgnar að fínmala kornið milli
stálsívalninga, ásamt ýmsum aðgerðum til að fá mjölið
sem fínast og hvítast, er markvisst unnið að því að ræna
hveitimjölið hinu verðmætasta fjörefni.
Hve mikið missist af B-fjörvi úr hveitinu?
I ósíuðu hveitimjöli úr heilhveiti er talið, að 1,3 al-
þjóðaeining sé að meðaltali í hverju grammi, en ekkert í
vanalegu hvítu hveiti, eða í mesta lagi 0,3 ein. pr. gramm.
Þetta eru meðalgildi, því að mismunur er á hveititegund-
um að þessu leyti. 1 sumum er allt að 3,3 alþjóðaein. pr.
gramm, en í öðrum ekki nema 0,6, þótt heilhveiti sé. Ekki
mun því óvarlegt að reikna með því, að hveitið missi að
meðaltali 1 alþjóðaein. pr. gramm við þá meðferð, er það
sætir almennt.
Ef miðað er við 5000 smálesta innflutning, ætti það
hveitimagn að réttu lagi að flytja landsmönnum 1000
alþj.ein. af Bi pr. kg. Það er sama sem 5000 millj. alþj.ein.
114
Iicilbrigt líf