Heilbrigt líf - 01.12.1941, Blaðsíða 81
af þeim leitt, að þeir hafa valið úr til lífs það hraustasta
af fólkinu, en einkanlega orðið hinu að fjörtjóni, sem var
óhraust að upplagi eða veiklað af öðrum sjúkdómum. Þetta
er beinlínis sannað um holdsveikina, og allar líkur til, að
svo hafi einnig verið um berklaveikina, og að það hafi
verið helzta orsökin til þess, að hún fór ekki að ná sér
verulega niðri fyrr en um sama leyti og fór að draga til
muna úr ungbarnadauða og bráðum farsóttum. Það er því
mjög sennilegt, að, ef núlifandi kynslóð ætti að hverfa til
sömu kjara og forfeður hennar áttu við að búa, þá mundi
hún upp og ofan reynast óhraustari en þeir og kvillasam-
ari, en þar hafa stórum bætt aðbúð, einkanlega húsakynni
og mataræði, vegið svo vel upp á móti, að engar líkur eru
til að sjúklingum eða sjúkdómum hafi fjölgað, þegar á
heildina er litið, og víst, að þeim, er áður gerðu mestan
usla, hefir stórum fækkað frá því, sem áður var.
En af því að meðferð ungbarna hefir batnað svo mjög,
sem raun ber vitni, og af því að heita má, að bráðar far-
sóttir séu hættar að drepa fólk í stórum stíl, er ekki
lengur að ræða um úrval þeirra á hraustasta fólkinu til
lífs. Veiklað fólk og óhraust fær nú að lifa líka, og vænt-
anlega því fleira, sem læknislist og hollustuháttum fer
meira fram. Einu ráðin til þess að sporna við þeirri van-
hreysti, sem af þessu getur stafað, eru framfarir í upp-
eldi æskulýðsins og í líkamsrækt allri. Sú framför í u'p'p-
eldi æskulýðsins, sem vera má að ríði hvað mest á, er, að
honum væri tamin meiri sjálfsafneitun en ég held að víð-
ast gerist, svo að það þætti t. d. ekki alveg sjálfsagt að
gefa börnum sætindi eftir vild þeirra né, að unglingar
gerðu allt, sem þá langar til, þar á meðal t. d. að verja
hverjum eyri, sem þeim áskotnast, til sætindakaupa eða
annars verra. 1 líkamsrækt hafa miklar og gleðilegar
framfarir orðið hin síðari árin, og er vonandi að svo verði
haldið fram stefnunni, enda má enn betur, ef duga skal.
Heilbrigt líf
185